GKG býður upp á barnamótaröð í tíunda skipti sumarið 2017 sem kallast Mix mótaröðin, en Ölgerðin styrkir barna og unglingastarf GKG. Þátttökurétt hafa allir félagsmenn GKG sem eru 12 ára eða yngri (fæddir 2005 eða yngri) og hafa enga eða forgjöf 36-54. Einnig verður opinn flokkur fyrir byrjendur 13-16 ára (2001-2004) sem eru ekki tilbúin að taka þátt í Egils Kristals unglingamótaröðinni.

Mótaröðin er höggleikur sem fer fram á Mýrinni hjá GKG 020 (Small)og eru spilaðar 9 holur í hverju móti. Allir keppendur leika á fremstu teigunum, þ.e. gullteigunum, sem hafa vallarmat og því hægt að leika til forgjafar á. Skylda er að taka upp eftir 9 högg og skrá þá 10 á skorkortið.

Mótin verða 6 talsins í sumar og 3 bestu telja í heildarkeppninni og verða veitt verðlaun fyrir bestan árangur í lok sumars þar sem allir fá líka þátttökuverðlaun. Teiggjöf í hverju móti verður Mix gosdrykkur eða safi og 2 æfingafötur fyrir hvert mót sem tekið er þátt í.

Þátttaka er ókeypis en til þess að geta tekið þátt þarf að skrá sig á skráningarforminu hér fyrir neðan. Hægt er að skrá sig þangað til kl. 12 á hádegi daginn fyrir mót. Ræst er út á milli 14:00 og 17:00, en fer þó eftir fjölda þátttakenda, þ.e. fyrsta holl fer kl. 14 og síðan miðast það við fjölda keppenda hversu lengi er ræst út. Barnamótaröðin hefur verið mjög vinsæl undanfarin ár og hafa um 30-50 keppendur verið í hverju móti. Höfuðáhersla er á að krakkarnir fái jákvæða reynslu af því að spila saman.

Gerð er krafa um að foreldri og/eða reyndari kylfingur fylgi hverjum keppanda á þessum mótum, bæði til þess að tryggja að allt fari rétt fram og eins til þess að þau læri sem mest af þessari þátttöku.

Mótsdagar eru eftirfarandi:

22. júní – 13. júlí –  27. júlí – 10. ágúst – 24. ágúst

Á haustmánuðum, að loknu síðasta mótinu, verður svo vegleg lokahátið ásamt verðlaunaafhendingu.

Skráning í mót - Mix mótaröðin

Krafist er útfyllingar á stjörnumerktum reitum.
  • Skrifaðu stafina í reitinn