GKG býður upp á vetraræfingar í Kórnum fyrir börn sem eru meðlimir í GKG. Til sækja um félagsaðild smelltu hér. Upplýsingar um félagsgjald er að finna hér.

Vetraræfingatímabilið stendur frá 6. nóv 2017 – 7. júní 2018

Iðkendastyrkir bæjarfélagana gilda til niðurgreiðslu æfinga- og félagsgjalda. Til að nýta styrk frá Kópavogi þá þarf að fara í gegnum skráningarkerfið hér. Til að nýta styrk frá Garðabæ þá nægir að fá kvittun frá skrifstofu GKG og fara með á bæjarskrifstofu Garðabæjar.

Til þess að geta tekið þátt í vetraræfingum barna og unglinga þarf að fylla út skráningarformið neðar á þessari síðu.  

Almennir hópar hafa val um að æfa tvisvar í viku í Kórnum eða í Íþróttamiðstöð GKG, eftir því hvað hentar vegna búsetu. 

Hér má sjá æfingatíma almennra hópa sem eru í boði í vetur:

Íþróttamiðstöð GKG
Drengir 2006-2007 – mán og mið kl. 15-16

Drengir 2005 og eldri – þri og fim kl. 16-17

Stúlkur 2007 og eldri – þri og fim kl. 15-16

Knatthúsið Kórinn
Drengir 2006-2007 – mán og mið kl. 15-16

Drengir 2005 og eldri – mán og mið kl. 16-17

Stúlkur 2007 og eldri – mán og mið kl. 15-16

Drengir 2007-2010 – laugardaga kl. 10-11

Stúlkur 2007 – 2010 – laugardaga kl. 11-12

Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 2. nóvember eða á meðan laus pláss eru í hópa.

Æfingagjald er kr. 32.300. fyrir tvær æfingar í viku, kr. 42.700 fyrir þrjár æfingar í viku (keppnishópar). Einnig er hægt að æfa einu sinni í viku fyrir kr. 18.000. Valið er í keppnishópa af þjálfurum og er miðað við heilsárs ástundun og dugnað, þátttöku í Kristals mótaröð GKG sem og opnum GSÍ mótum, og forgjafarviðmið eftir aldri.

Greiðsluseðill verður sendur á kennitölu foreldris/forráðamanns og þarf að vera búið að greiða hann áður en æfingar hefjast 6. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson, ulfar@gkg.is, 862 9204.

Skráning á vetraræfingar

Krafist er útfyllingar á stjörnumerktum reitum. Vinsamlegast gætið að upplýsingar séu réttar, sérstaklega kt. og netföng.
  • Skrifaðu stafina í reitinn