Fréttir

Úrlsit úr golfhermamóti öldunga

Golfhermamót öldunga 65+

Úrslit:

Þriðja golfhermamót Öldunga 65+ fór fram á Harbor Town golfvellinum í South Carolina þriðjudaginn 11. apríl s.l.

Úrslit urðu sem hér segir:

1.sæti á punktum: Randver Ármannsson  48 punktar

2.sæti á punktum: Bogi Nilsson  46 punktar

3.sæti á punktum: Birgir Sigurjónsson  43 punktar

……

1.sæti í höggleik: Bogi Nilsson  76 högg

2.-3.sæti í höggleik: […]

  • Permalink Gallery

    Ný námskeið hjá Hlöðveri hefjast í vikunni 24. apríl

Ný námskeið hjá Hlöðveri hefjast í vikunni 24. apríl

Það er upplagt að fínpússa sveifluna fyrir sumarið eða koma sér í gang með því að taka fjögurra skipta hópnámskeið hjá Hlöðveri.

Hlöðver Guðnason, PGA golfkennari og meðlimur í GKG verður með námskeið sem hefjast 24. apríl. Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga, allt frá byrjendum til lengra komna.

Hér fyrir neðan má […]

By |06.04.2017|

Skemmtikvöld Taramar Kvennanefndar GKG verður 19. apríl.

Sælar GKG konur

Skemmtikvöld Taramar Kvennanefndar GKG verður 19. apríl.

Nú verður New York, New York sjöunda áratugs stemmning!

Húsið opnar kl. 19 og verður fordrykkur í boði Freixenet

– Þriggja rétta kvöldverður að hætti Vignis
– Tískusýning á golffatnaði frá Golf Company
– Verðlaunaafhending úr púttmótinu, dregið úr skorkortum
– Geir Ólafsson syngur
– Happdrætti

Verð kr. […]

By |06.04.2017|

Golfhermamót öldunga 65+

Með „Hugarflugi“ tökum við flugið til South Carolina USA og höldum þriðja vetrarmót GKG öldunga 65+ á Harbout Town  vellinum með aðstoð hinna frábæru golfherma klúbbsins.

 

Mótið fer fram þriðjudaginn 11. apríl og hefst kl 9.00.

Skráning hjá Sindra í golfbúðinni okkar

Aðeins sextán þátttökupláss í boði og því um að gera […]

Forgjöfin heldur áfram að hrynja fram eftir öllum aldri

Við kylfingar þurfum ekki að óttast ellina því samkvæmt útreikningum okkar, þá heldur forgjöf öldungaflokks áfram að lækka fram eftir öllum aldri eins og sjá má á leitnilínu á meðfylgjandi línuriti (græna þykka línan). Á línuritinu sést að meðalforgjöf kvenna er örlítið hærri en meðalforgjöf karla. Toppinum virðast konurnar […]

Fyrirlestur um leikskipulag fyrir GKG konur

Hlöðver Guðnason, PGA kennari hjá GKG hélt áhugaverðan fyrirlestur í gærkvöldi fyrir GKG konur. Fyrirlestur bar yfirskriftina “Lesið í golfvelli”, og fræddust viðstaddir um hvernig á að bera sig að við að setja upp leikskipulag fyrir hina ýmsu golfvelli.

Eins og aðrir viðburðir á vegum kvennanefndar GKG þá var frábær […]

By |22.03.2017|

Flottur fyrirlestur hjá Birgi Leifi fyrir félagsmenn GKG

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG hélt fyrirlestur fyrir félagsmenn um feril sinn sem atvinnumaður. Birgir Leifur gerðist atvinnumaður fyrir 20 árum og var fróðlegt að heyra hvernig hann hagar sínu undirbúningstímabili fyrir átökin í mótaröðinni, en hann er með þátttökurétt í næstu efstu deild, Challenge mótaröðinni. Birgir Leifur […]

By |20.03.2017|

Frábær árangur hjá Sigurði, 3. sæti í Flórída!

Sigurður Arnar Garðarsson, 15 ára afrekskappi úr GKG lék á unglingamóti um helgina og náði frábærum árangri. Hann lék á 77-72 (+4)  og endaði í 3. sæti í flokki 15-18 ára, aðeins einu höggi frá efsta sætinu. Alls tóku 43 kylfingar þátt í þessum flokki.

Mótið fór fram á Victoria Hills […]

By |20.03.2017|

Daði Granz sigraði í N1 golfhermamótinu í GKG

Golfhermamót hjá GKG fór fram s.l. laugardag og var leikið á seinni níu á St. Andrews Old course. Mótið var í samstarfi við N1 sem gaf verðlaunin. 

Margir náðu mjög góðum árangri og urðu úrslitin þessi:

  1. sæti Daði Granz 26 punktar – Kennsla í Trackman 30 mín m. PGA kennara og […]
By |20.03.2017|
  • Permalink Gallery

    Birgir Leifur heldur fyrirlestur um markmiðasetningu fyrir félagsmenn GKG

Birgir Leifur heldur fyrirlestur um markmiðasetningu fyrir félagsmenn GKG

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur heldur fyrirlestur fyrir GKG meðlimi þriðjudaginn 14. mars kl. 20 í Íþróttamiðstöðinni.

Birgir Leifur fer yfir hans nálgun á markmiðsetningu og hvernig hún nýtist hinum almenna kylfingi. Fyrirlesturinn er afar fróðlegur og gefur góða innsýn hvernig afreksíþróttafólk nálgast sín verkefni og markmið.

Það kostar einungis 1.000 kr. […]

By |07.03.2017|