Fréttir

Úrslit í fyrsta mótinu í Mix mótaröðinni

Í gær fór fram fyrsta mótið af fimm í Mix mótaröð byrjenda. Þátttakan var frábær en 50 krakkar luku keppni. Úrslitin eru hér fyrir neðan, og óskum við öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn, og öllum keppendum þökkum við fyrir þátttökuna og vonum að allir hafi haft gaman af og mæti […]

By |23.06.2017|

Punktamót GKG, 2 umferð

Önnur umferð punktamóts GKG, mánudagsmótaraðarinnar fór fram 22. júní . Tuttugu keppendur bættust við í hóp þátttakenda þannig að heildarfjöldi keppenda er orðinn 64. Atli Ágústsson er að sýna stórkostleg tilþrif þessa dagana og spilaði aðra umferð á 43 punktum og leiðir þar af leiðandi mótið á 81 punkti […]

Úrslit í fyrsta mótinu á Egils Kristals mótaröðinni.

Fyrsta mótið af sex í Egils Kristals mótaröð GKG fór fram s.l. miðvikudaginn 14. júní. Hér fyrir neðan má nöfn þeirra sem náðu verðlaunasætum, en heildarúrslit eru að finna á www.golf.is.

Í mótinu tóku 44 keppendur þátt.  Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Verðlaun í […]

By |16.06.2017|

Punktamót GKG, 1. umferð

Punktamót GKG eða mánudagsmótaröðin fór af stað síðastliðinn mánudag með pompi og prakt. Það voru 44 keppendur sem skráðu sig til leiks þennan mánudaginn. Þeir Fannar Aron Hafsteinsson og Kristofer Helgi Helgason eru efstir og jafnir með 40 punkta. Einum punkti á eftir þeim í þriðja og fjórða sæti […]

  • Permalink Gallery

    Ný námskeið hefjast hjá Hlöðveri í vikunni 19.-20. júní

Ný námskeið hefjast hjá Hlöðveri í vikunni 19.-20. júní

Framundan eru ný námskeið hjá Hlöðveri PGA kennara hjá GKG.

Námskeiðin eru opin öllum kylfingum en um er að ræða 3 skipti þar sem lögð er áhersla á góða tækni og góðar æfingar í púttum og vippum og sveiflu.

Tímasetningar í boði:

Námskeið mánudaga 19.6 – 26.6 – 3.7  – uppselt

Námskeið þriðjudaga 20.6 […]

By |12.06.2017|
  • Permalink Gallery

    Frábær árangur hjá Birgi Leifi á Challenge Tour mótaröðinni

Frábær árangur hjá Birgi Leifi á Challenge Tour mótaröðinni

Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á lokahringnum á KPMG mótinu á Áskorendamótaröðinni í Belgíu í gær. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn úr GKG var 14.-16. sæti á -10 samtals fyrir lokahringinn en hann bætti töðu sína og endaði jafn í 4. sæti á -16 samtals (69-68-69-66). Frábær spilamennska hjá Birgi!

Sumaræfingar að hefjast – æfingatafla og hópaskipan

Viljum minna á að sumaræfingarnar hjá okkur í GKG hefjast á mánudag n.k., 12. júní.
Það verður líf og fjör í sumar en skráningin hefur gengið frábærlega, næstum 200 krakkar skráðir á æfingar!

Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna og hópaskipan.

Mæting er ávallt við æfingasvæðið hjá skotpöllunum.

Æfingar eru þrisvar í […]

By |09.06.2017|

Ný námskeið hefjast hjá Sigurpáli 19. júní

UPPSELT ER Á ÞESSI NÁMSKEIÐ!

Framundan eru ný námskeið hjá Sigurpáli PGA kennara hjá GKG.

Námskeiðin eru opin öllum kylfingum en um er að ræða 4 skipti þar sem lögð er áhersla á góða tækni og góðar æfingar í púttum, vippum og glompu og sveiflu.

Tímasetningar í boði:

Námskeið mánudaga 19.6 – 26.6 […]

By |06.06.2017|

Hulda Clara í 3. sæti í Eimskipsmótaröðinni

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG, 15 ára gömul, náði frábærum árangri um helgina á Eimskipsmótaröðinni þegar hún hafnaði í 3. sæti í kvennaflokki. Vel gert hjá Huldu! Í karlaflokki náði Hlynur Bergsson besta árangrinum, 6. sæti.

En þau Vikar Jónassson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR sigruðu á Símamótinu á […]

By |06.06.2017|

Sigurður og Flosi stóðu sig vel í Skotlandi

Tveir af okkar ungu og efnilegu kylfingum úr GKG, þeir Sigurður Arnar Garðarsson, 15 ára, og Flosi Valgeir Jakobsson, 14 ára, luku keppni í dag á US Kids mótaröðinni á Gullane vellinum í Skotlandi. 

Sigurður Arnar endaði í 4. sæti, lék einstaklega vel lokahringinn á einu höggi undir pari, eða […]

By |01.06.2017|