Fréttir af unglingastarfi

Úrslit í fyrsta mótinu í Mix mótaröðinni

Í gær fór fram fyrsta mótið af fimm í Mix mótaröð byrjenda. Þátttakan var frábær en 50 krakkar luku keppni. Úrslitin eru hér fyrir neðan, og óskum við öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn, og öllum keppendum þökkum við fyrir þátttökuna og vonum að allir hafi haft gaman af og mæti […]

By |23.06.2017|

Úrslit í fyrsta mótinu á Egils Kristals mótaröðinni.

Fyrsta mótið af sex í Egils Kristals mótaröð GKG fór fram s.l. miðvikudaginn 14. júní. Hér fyrir neðan má nöfn þeirra sem náðu verðlaunasætum, en heildarúrslit eru að finna á www.golf.is.

Í mótinu tóku 44 keppendur þátt.  Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Verðlaun í […]

By |16.06.2017|

Sumaræfingar að hefjast – æfingatafla og hópaskipan

Viljum minna á að sumaræfingarnar hjá okkur í GKG hefjast á mánudag n.k., 12. júní.
Það verður líf og fjör í sumar en skráningin hefur gengið frábærlega, næstum 200 krakkar skráðir á æfingar!

Smelltu hér til að skoða æfingatöfluna og hópaskipan.

Mæting er ávallt við æfingasvæðið hjá skotpöllunum.

Æfingar eru þrisvar í […]

By |09.06.2017|

Sigurður og Flosi stóðu sig vel í Skotlandi

Tveir af okkar ungu og efnilegu kylfingum úr GKG, þeir Sigurður Arnar Garðarsson, 15 ára, og Flosi Valgeir Jakobsson, 14 ára, luku keppni í dag á US Kids mótaröðinni á Gullane vellinum í Skotlandi. 

Sigurður Arnar endaði í 4. sæti, lék einstaklega vel lokahringinn á einu höggi undir pari, eða […]

By |01.06.2017|
  • Permalink Gallery

    Hulda Clara sigraði á Íslandsbankamótaröðinni, Gunnlaugur og Magnús Skúli á Áskorendamótaröðinni

Hulda Clara sigraði á Íslandsbankamótaröðinni, Gunnlaugur og Magnús Skúli á Áskorendamótaröðinni

Fyrsta móti tímabilsins á Íslandsbankamótaröð unglinga lauk um helgina, einnig var leikið á Áskorendamótaröðinni.

Fyrsta mót keppnistímabilsins 2017 á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Strandarvelli á Hellu um helgina. Þátttaka var mjög góð en yfir 140 keppendur luku keppni, og voru keppendur frá GKG alls 41 talsins. Aðstæður voru nokkuð […]

By |29.05.2017|
  • Permalink Gallery

    Frábær spilamennska hjá krökkunum í Opna Ping unglingamótinu

Frábær spilamennska hjá krökkunum í Opna Ping unglingamótinu

Í dag lauk fyrsta Opna Ping unglingamótinu sem haldið var á Leirdalsvelli. 

Leikinn var betri bolti í höggleik, þ.e. tveir leikmenn léku saman í liði en þó sínum bolta á hverri holu eins og um hefðbundinn höggleik væri að ræða. Betra skor leikmanns á hverri holu, með forgjöf, taldi fyrir liðið. […]

By |20.05.2017|

Róbert Leó stóð sig vel í Flórída

Róbert Leó Arnórsson, 12 ára, keppti um helgina á West Orange CC í Flórída, en mótið er hluti af mótaröð Florida State Golf Association (FSGA). Róbert Leó er í keppnishópi GKG og einn af efnilegustu kylfingum klúbbsins.

Róbert Leó lék á 81 höggi og endaði í 12. sæti. Mótið átti […]

By |17.05.2017|

Keppnisleiðir barna og unglinga

Nú þegar keppnistímabilið er að hefjast og framundan skemmtilegt golfsumar á vellinum þá viljum við benda á hinar ýmsu leiðir sem börn og unglingar í GKG hafa þegar kemur að spili á vellinum og keppnum. Mikilvægt er að allir finni sér vettvang við hæfi og nái að þróa sinn […]

By |12.05.2017|

Opna Ping unglingamótið verður á Leirdalsvelli 20. maí

GKG heldur opið unglingamót á Leirdalsvelli 20. maí. Um er að ræða tveggja manna liðakeppni þar sem leikið verður eftir betri bolta fyrirkomulagi. Mótið er fyrir 18 ára og yngri og hentar vel til undirbúnings fyrir tímabilið sem er framundan. 

Keppnisfyrirkomulag er eins og áður segir betri bolti, sem er […]

By |11.05.2017|

Úrslitin réðust í gær í púttmótaröð GKG

Í gær fór fram púttmótaröð barna-, unglinga- og afreksstarfs, en þetta var 11. mótið frá áramótum. Til að taka þátt í heildarkeppninni þurfti að taka þátt í 6 mótum. Keppt var í alls 8 flokkum, en að þessu sinni var einnig flokkur aðstandenda. Að loknu púttmótinu var boðið upp […]

By |11.05.2017|