Fréttir almennt

 • Permalink Gallery

  Ný námskeið hefjast hjá Hlöðveri í vikunni 19.-20. júní

Ný námskeið hefjast hjá Hlöðveri í vikunni 19.-20. júní

Framundan eru ný námskeið hjá Hlöðveri PGA kennara hjá GKG.

Námskeiðin eru opin öllum kylfingum en um er að ræða 3 skipti þar sem lögð er áhersla á góða tækni og góðar æfingar í púttum og vippum og sveiflu.

Tímasetningar í boði:

Námskeið mánudaga 19.6 – 26.6 – 3.7  – uppselt

Námskeið þriðjudaga 20.6 […]

By |12.06.2017|
 • Permalink Gallery

  Frábær árangur hjá Birgi Leifi á Challenge Tour mótaröðinni

Frábær árangur hjá Birgi Leifi á Challenge Tour mótaröðinni

Birgir Leifur Hafþórsson lék vel á lokahringnum á KPMG mótinu á Áskorendamótaröðinni í Belgíu í gær. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn úr GKG var 14.-16. sæti á -10 samtals fyrir lokahringinn en hann bætti töðu sína og endaði jafn í 4. sæti á -16 samtals (69-68-69-66). Frábær spilamennska hjá Birgi!

Ný námskeið hefjast hjá Sigurpáli 19. júní

UPPSELT ER Á ÞESSI NÁMSKEIÐ!

Framundan eru ný námskeið hjá Sigurpáli PGA kennara hjá GKG.

Námskeiðin eru opin öllum kylfingum en um er að ræða 4 skipti þar sem lögð er áhersla á góða tækni og góðar æfingar í púttum, vippum og glompu og sveiflu.

Tímasetningar í boði:

Námskeið mánudaga 19.6 – 26.6 […]

By |06.06.2017|

Hulda Clara í 3. sæti í Eimskipsmótaröðinni

Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG, 15 ára gömul, náði frábærum árangri um helgina á Eimskipsmótaröðinni þegar hún hafnaði í 3. sæti í kvennaflokki. Vel gert hjá Huldu! Í karlaflokki náði Hlynur Bergsson besta árangrinum, 6. sæti.

En þau Vikar Jónassson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR sigruðu á Símamótinu á […]

By |06.06.2017|

Skráning hafin á námskeið hjá Sigurpáli 22. maí

Uppfært 12.5

Þegar uppselt á námskeiðin hjá Sigurpáli. En við bendum á námskeið á fimmtudögum hjá Hlöðveri sem hefjast 25.5. Í boði eru tímar frá 18-19; 19-20 og 20-21.

Fjögurra skipta hópnámskeið hjá Sigurpáli Geir Sveinssyni hefst 22. maí, en á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriðin og góðar æfingar fyrir hvern […]

By |11.05.2017|

Barna og unglingastarfið stal senunni í opnunarmóti GKG

Það er óhætt að segja að veðurguðirnir hafi verið í liði með okkur þegar við opnuðum vellina okkar með opnunarmóti GKG. Það var vertinn okkar hann Vignir Hlöðversson sem sló fyrsta höggið en 125 kylfingar tóku þátt í mótinu. Segja má að mótið hafi einkennst af afrakstri vetrarstarfs barna- […]

 • Permalink Gallery

  Ánægðir GKGingar komnir heim úr félagsferð til Búlgaríu

Ánægðir GKGingar komnir heim úr félagsferð til Búlgaríu

Um 30 manna hópur GKG kylfinga heimsótti Thracian Cliffs golfvöllinn 23.-30. apríl. Að auki voru um 12 kylfingar úr öðrum klúbbum, m.a. Logi Bergmann og Rúnar Freyr Gíslason leikari auk tökuliðs, en Logi var að taka upp golf-spjallþáttaseríu sem sýnd verður á Stöð 2 í sumar.

Icegolf Travel sér um […]

By |01.05.2017|
 • Permalink Gallery

  Ný námskeið hjá Hlöðveri hefjast í vikunni 24. apríl

Ný námskeið hjá Hlöðveri hefjast í vikunni 24. apríl

Það er upplagt að fínpússa sveifluna fyrir sumarið eða koma sér í gang með því að taka fjögurra skipta hópnámskeið hjá Hlöðveri.

Hlöðver Guðnason, PGA golfkennari og meðlimur í GKG verður með námskeið sem hefjast 24. apríl. Námskeiðin henta breiðum hópi kylfinga, allt frá byrjendum til lengra komna.

Hér fyrir neðan má […]

By |06.04.2017|

Skemmtikvöld Taramar Kvennanefndar GKG verður 19. apríl.

Sælar GKG konur

Skemmtikvöld Taramar Kvennanefndar GKG verður 19. apríl.

Nú verður New York, New York sjöunda áratugs stemmning!

Húsið opnar kl. 19 og verður fordrykkur í boði Freixenet

– Þriggja rétta kvöldverður að hætti Vignis
– Tískusýning á golffatnaði frá Golf Company
– Verðlaunaafhending úr púttmótinu, dregið úr skorkortum
– Geir Ólafsson syngur
– Happdrætti

Verð kr. […]

By |06.04.2017|

Golfhermamót öldunga 65+

Með „Hugarflugi“ tökum við flugið til South Carolina USA og höldum þriðja vetrarmót GKG öldunga 65+ á Harbout Town  vellinum með aðstoð hinna frábæru golfherma klúbbsins.

 

Mótið fer fram þriðjudaginn 11. apríl og hefst kl 9.00.

Skráning hjá Sindra í golfbúðinni okkar

Aðeins sextán þátttökupláss í boði og því um að gera […]