Fréttir

 • Permalink Gallery

  Ný námskeið hjá Hlöðveri hefjast 18. og 20. september – skráning hafin.

Ný námskeið hjá Hlöðveri hefjast 18. og 20. september – skráning hafin.

Nú mætir hann Hlöðver okkar PGA kennari galvaskur og býður ykkur upp á tveggja skipta námskeið. Það er nóg eftir af golftímabilinu og því upplagt að fá góða kennslu sem hjálpa til við að lækka forgjöfina. 

Staðan 17.9

Járnahögg og dræv 18.9 og 25.9 – einstaklingsmiðuð ráð varðandi langa spilið.
Mánudagar kl. 17-18 – […]

By |08.09.2017|

Heildarúrslit í Mix og Kristals mótaröðum GKG

Í Mix mótaröð 16 ára og yngri byrjenda var leikið í fimm mótum í sumar og í sex mótum í Kristals mótaröðinni. Alls tóku í 85 þátt Mix mótaröðinni og 67 sem tóku þátt í Kristals mótaröðinni.

Í hvorri mótaröð þurfti að […]

By |07.09.2017|

Móttaka til heiðurs Birgi Leifi í kvöld kl 20

Eins og kunnugt er sigraði Birgir Leifur Hafþórsson á sínu fyrsta atvinnumannamóti s.l. helgi í Frakklandi, með miklum glæsibrag.

Af þessu tilefni bjóða GKG, Forskot afrekssjóður kylfinga og Golfsamband Íslands til móttöku honum til heiðurs hér í Íþróttamiðstöð GKG kl. 20 í kvöld. 

Allir eru hjartanlega velkomnir á þennan viðburð til að […]

By |06.09.2017|

Birgir Leifur sigurvegari í Frakklandi á Challenge Tour!

Birgir Leifur Hafþórsson fagnaði sínum fyrsta sigri á Challenge mótaröðinni (Áskorendamótaröðinni) í dag. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn úr GKG þurfti ekki að tía boltann upp á lokahringnum því lokaumferðin var felld niður vegna úrkomu.

Birgir var með sjö högga forskot fyrir lokahringinn og stóð því uppi sem sigurvegari. Þetta er í fyrsta […]

By |03.09.2017|

Minningarmót GKG – Styrktarmót afrekssviðs GKG

Þá er komið að hinu margrómaða og árlega minningarmóti okkar GKG-inga.

Minningarmótið er til styrktar íþrótta- og afrekssviði GKG og verður haldið á Leirdalsvelli GKG laugardaginn 9. september. Í mótinu höldum við sérstaklega uppi minningu þeirra Jóns Ólafssonar og Ólafs E. Ólafssonar, sem báðir létust óvænt og skyndilega […]

 • Permalink Gallery

  Ný tveggja skipta námskeið að hefjast í næstu viku hjá Sigurpáli

Ný tveggja skipta námskeið að hefjast í næstu viku hjá Sigurpáli

Í næstu viku hefjast tveggja skipta námskeið hjá Sigurpáli kennara í GKG. Seinasta lota var mjög vinsæl og seldist upp fljótt.

Járnahögg og dræv 4.9 og 11.9 – einstaklingsmiðuð ráð varðandi langa spilið.
Mánudagar kl. 18-19 (UPPSELT)

Járnahögg og dræv 6.9 og 13.9 – einstaklingsmiðuð ráð varðandi langa spilið.
Miðvikudagar kl. 17-18(UPPSELT); 18-19(UPPSELT)

Járnahögg og […]

By |29.08.2017|

Formannspistill – skipulagsbreytingar í Garðabæ

Ágæti GKG-ingur

Eins og farið var yfir á síðasta aðalfundi GKG, þá er verið að endurskoða aðalskipulag Garðabæjar. Búast má við töluverðum breytingum á aðstöðu GKG. Garðabær sækist eftir landi þar sem núverandi æfingasvæði GKG er auk hluta af Mýrinni. Á móti fengi GKG land sunnan við Íþróttamiðstöðina sem teygir […]

 • Permalink Gallery

  Eva, Flosi og Sigurður sigurvegarar um helgina á Íslandsbankamótaröðinni

Eva, Flosi og Sigurður sigurvegarar um helgina á Íslandsbankamótaröðinni

Lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 25.-27. ágúst. Mótið var jafnframt sjötta mót tímabilsins. Fella þurfti niður eina umferð í heild sinni á laugardeginum vegna veðurs.

Tveir elstu aldurshóparnir léku því tvær umferðir, á föstudegi og sunnudegi, en aðrir keppnishópar léku eina umferð á sunnudegi við ágætar […]

By |28.08.2017|
 • Permalink Gallery

  Íslandbankamótaröðin (6) – leik aflýst í dag vegna veðurs

Íslandbankamótaröðin (6) – leik aflýst í dag vegna veðurs

Leik hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. 

Nánari fréttir síðar.

Mótsstjórn

Úrslit í fimmta og seinasta Mix mótinu

Fimmta og jafnframt lokamótið í Mix mótaröð byrjenda lauk í gær og tóku 39 krakkar þátt. Úrslitin eru hér fyrir neðan, og óskum við öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn, og öllum keppendum þökkum við fyrir þátttökuna. Þátttökuverðlaun og verðlaun fyrir besta samanlagða árangurinn í þremur mótum af fimm verða […]

By |25.08.2017|