tps-live-4i

TrackMan Performance Studio – TPS

TPS er hugbúnaður sem er sérhannaður fyrir þá sem vilja ná betri tökum á sveiflunni.

Í TPS er hægt að gera eftirfandi hluti:

Rauntíma greining á höggum – Hvert högg er mælt og lykiltölur eru birtar. Hægt er að velja með hvaða hætti hugbúnaðurinn birtir upplýsingarnar og þá bæði með grafískum hætti sem og tölfræðilegum. Hægt er að geyma allar upplýsingarnar undir eigin notendanafni.

Sjá myndband.

Hámörkun sveiflunnar – Hægt er að skoða hvert högg með tilliti til hámörkunar. Trackman sýnir 5 breytur á súluriti (Optimizer) sem TrackMan er búið að greina. Með þeim hætti er einfalt að sjá hvaða þætti golfsveiflunnar þarf að laga til að hámarka lengd í höggunum.

Sjá myndband.

Sérsniðnar æfingar – Golfkennari (eða þeir sem eru lengra komnir) getur aðstoðað nemanda við að setja upp sérsniðnar æfingar sem henta því sem viðkomandi er að vinna í. Með þeim hætti er hægt að setja upp æfingaáætlun sem leggur áherslur á fleygjárn, dræverinn eða ákveðnar lengdir.

Sjá myndband

Samanburðaræfingar – Í samanburðaræfingum (Trackman Combine Test) telur hvert högg. Byrjað er á stuttum höggum og gefur Trackman einkunn fyrir hvert högg og smám saman lengjast höggin og endað er með driver. Með þeim hætti breytist einbeitingin hjá þeim sem slær þar sem hvert högg telur. Hægt er að halda utan um þróunina hjá sér sem og bera saman við þá bestu í heiminum.

Sjá myndband

 

tps1