Keppnisskilmálar

Meistaramót GKG 2017 – Leirdalur

Fyrirkomulag: Mótið er innanfélagsmót þar sem leikið er í flokkum. Leikinn er höggleikur í öllum flokkum nema í 4. flokki kvenna og 5. flokki karla. Þar er leikin punktakeppni með fullri forgjöf. Í öldungaflokkum er höggleikurinn með forgjöf þó þannig að ekki eru slegin fleiri högg en 10 á holu. Í öldungaflokkki er jafnframt veitt verðluan í 1. sæti fyrir höggleik án forgjafar.

Börn og unglingar hafa ekki leikheimild í fullorðinsflokkum nema þeir sem hafa meistaraflokks forgjöf.

ATH, mótsstjórn áskilur sér rétt til að loka skráningu í einstaka flokka ef fjöldi þátttakanda verður með þeim hætti að ekki sé hægt að koma þeim innan tímamarka. Jafnframt áskilur mótsstjórn sér rétt til að sameina flokka ef skráning er dræm.

Bílar eru ekki heimilir í almennum flokkum án heimildar mótsstjórnar

Bílar eru heimilaðir í öldungarflokkum

Mótsgjald: Skal hafa verið greitt við skráningu í mótið

Verðlaun: Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Verðlaunaafhending fer fram á lokahófi mótsins sem fer fram laugardaginn 8. júlí. Fyrir flokka 14ára og yngri verður verðlaunaafhending þriðjudaginn 4. júlí

Jafntefli leyst: Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti skulu þeir leika bráðabana til úrslita.

Leikhraði: Hámarkstími til að ljúka umferð er 4 klst og 20 mín fyrir þriggja manna ráshóp. Haldi ráshópur ekki í við næsta ráshóp á undan svo nemi einni auðri braut og ráshópurinn er kominn umfram þann leiktíma sem gefin er á skorkorti getur dómari áminnt leikmenn svo að þeir nái að halda í við næsta ráshóp. Nái leikmenn ekki að bæta leikhraða sinn og ná næsta ráshóp getur dómari mælt, eða látið mæla, leikhraða einstakra leikmanna sem hann telur að leiki óeðlilega hægt. Eyði leikmaður meira en 40 sekúndum frá því að hann telst tilbúinn að slá bolta sinn og þar til hann greiðir högg skal hann sæta víti samkvæmt reglu 6-7 þannig: Fyrsta brot, áminning, annað brot  eitt högg, þriðja brot tvö högg, fjórða brot frávísun.

Mótsstjórn: Yngvi Sigurjónsson, Jón K. Baldursson, Agnar Már Jónsson og Kjartan Bjarnason