Formaður nýliðanefndarinnar er Úlfar Jónsson

Nýliðanefnd GKG hefur mikinn metnað til þess að byggja upp góða kylfinga til framtíðar og hefur nefndin því útbúið kerfisbundna
fræðslu fyrir nýliða sem ganga í raðir GKG sem miðar að því að hjálpa fólki með golftæknina og kynna þeim golfreglurnar sem og siðareglur. Það er von nefndarinnar að þetta verði til þess að okkar nýliðum líði vel á golfvellinum og fyrir klúbbinn skilar þetta betri umgengni og leikhraða.

Nýliðastefna GKG
Árið 2004 var ákveðið að nýliðar GKG yrðu að fara í gegnum ákveðið ferli áður en þeir fengu afhent pokamerki, forgjöf og grænt ljós á aðalvöll GKG. Þetta ferli byggist upp á því að nýliðar klúbbsins verða að fara í gegnum grunntækniþjálfun hjá þjálfurum GKG og sækja einn reglufund. Krafist er af nýliðum klúbbsins, sem og eldri félögum, að þeir gangi vel um völlinn og að þeir hafi grunnþekkingu á reglum. Farið verður í grunntækni auk þess sem nýliðar eru skyldugir að sitja reglufund þar sem farið verður í siðareglur, reglur vallar og almennar golfreglur.

Þegar nýliðanámskeiði er lokið gefur íþróttastjóri samþykki sitt og fólki verður vísað á skrifstofu GKG að sækja pokamerki.

Undantekningar frá þátttöku í nýliðanámskeiðum.

  • Nýjir meðlimir sem koma frá öðrum klúbbum með skráða forgjöf
  • Börn og unglingar sem sækja námskeið/æfingar hjá klúbbnum.
  • Kylfingar sem ekki hafa verið í golfklúbbi í x-tíma en hafa einhvern tíma spilað með forgjöf og eru að byrja aftur

Í valmyndinni efst er síðan að finna allt sem viðkemur nýliðum í klúbbnum, svo sem upplýsingar um skráningu, námskeið, kennslu og fleira.