Firmakeppni til fjáröflunar fyrir barna- og unglingastarf GKG var haldin þriðja sinni í dag. Spilaður var tveggja manna betri bolti, stableford.

Alls kepptu 24 lið í mótinu auk þess sem þó nokkur fyrirtæki greiddu fyrir lið, án þess að taka þátt í mótinu. Veitt voru verðlaun fyrir lengsta drive, nándarverðlaun á allar par casino 3 holur og svo verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.

Í fyrsta sæti varð lið Íslandsbanka á 48 punktum, en það skipuðu Dagur Þórhallsson og Svanur Þór Vilhjálmsson

Í öðru sæti varð lið 1 frá Landsbankanum, með 47 punkta. Liðið skipuðu Guðmundur V Friðjónsson og Hlynur Hreinsson

Í þriðja sæti, á 45 punktum, varð lið Kristínar Þórisdóttur ehf., skipað Jóni og Þóri Gunnarssonum.

Ungir kylfingar í GKG kunna þátttakendum bestu þakkir fyrir og hlakka til að taka á móti liðunum að nýju þann 16. ágúst 2016.