Kæru félagar
Við ætlum að blása til tiltektardags á vellinum næstkomandi þriðjudag 3.maí klukkan 16:30. Helstu verkefni dagsins er að hreinsa allt rusl af vallarsvæðinu okkar en mikið af allskyns rusli hefur fokið á völlinn í vetrarlægðunum og því nauðsynlegt að taka til hendinni og hreinsa til.
Þeir sem sjá sér fært að mæta og munu geta skráð sig á rástíma daginn sem vellirnir opna, einnig verður boðið upp á veitingar í lok dagsins og mun nýji vertinn okkar sjá um veitingar.
Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að koma og hjálpa til við að gera völlinn snyrtilegan fyrir opnun.
Kveðja