Kæru félagsmenn,

Nú í dag er vorið formlega komið og því blásum við til félagsfundar fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:00.

Dagskráin er:

  • Sumardagskráin
  • Vinarvellirnir
  • Hvernig kemur völlurinn undan vetri, hvaða framkvæmdir höfum við verið í og hin klassíska spurning, hvenær opnar völlurinn
  • Samstarfsverkefni GKG og Garðabæjar um framtíðarskipan Hnoðraholtsins.  Hver er staðan, hvað breytist í ár og hver er tímaramminn

Boðið verður upp á léttar veitingar

 

Stjórn og starfsfólk GKG