Danirnir telja sig vera meistara purusteikurinnar en það er bara út af því að þeir vita ekki af Vigga vert í Mulligan.

Nú byrjum við GKG-ingar aftur á því að bjóða vinum, vandamönnum og/eða vinnufélögum í föstudagshádegi GKG þann 15. nóvember næskomandi.

Viggi býður uppá:

  • Grísapurusteik með rjómalagaðri soðsósu( gravy )
  • Steiktum kartöflum – bökuðu grænmeti
  • Tilheyrandi meðlæti rauðkál – lauksulta – eplasalat

Verð kr. 2.500,-

Endilega panta borð með því að senda línu á vignir@gkg.is.

Með GKG kveðjum,

Purusteikarnefnd GKG