Sæl og blessuð.
Venjulega fylgjum við skólum hvað frí varðar frá æfingum.
Við ætlum þó að hafa opnar æfingar mánudag, þriðjudag og miðvikudag (14.-16. apríl) frá kl. 17-19 í Kórnum, þar sem allir geta mætt og æft. Hægt er að mæta hvenær sem er á þessum tíma. Derrick og Haukur stjórna æfingunum.
Frí verður um páskana frá 17.-21. apríl. Æfingar hefjast á ný samkvæmt æfingatöflu þriðjudaginn 22. apríl.
Svo er bara að vona að veðrið verði gott um páskana svo hægt sé að fara út á völl að æfa sig og spila á vetrarvellinum í GKG.
Hafið það sem allra best um páskana!
Þjálfarar GKG