Þrír af fjórum efstu mönnum á síðustu holum Íslandsmótsins í höggleik koma úr GKG.
Sigmundur Einar Másson er nú með 5 högga forystu eftir að hafa tapað 4 höggum á fyrstu 4 holunum í dag. Hann er samtals á 6 höggum yfir pari en næsti maður er Úlfar Jónsson á +11 höggum yfir pari eftir 7 holur. Ottó Sigurðsson er síðan í 4. sæti á +13 höggum yfir pari eftir 6.
Kjartan Dór Kjartansson er að spila vel í dag og er á parinu í dag eftir 15 holur og samtals á +25 yfir pari.