Í fyrramálið heldur fríður hópur GKG kylfinga til Novo St. Petri á Spáni. Um er að ræða um 20 manna hóp stúlkna og pilta úr meistaraflokki, afreks- og keppnishópum. Einnig fer með góður hópur aðstandenda, en alls verða 36 í ferðinni frá GKG. Þjálfarar GKG, Derrick Moore og Hlynur Þór Haraldsson sjá um skipulag og þjálfun á meðan á ferðinni stendur.
Gert er ráð fyrir að leika 18 holur per dag en þess utan verður æft í 2-3 klukkutíma per dag þannig að tíminn er vel nýttur til æfinga við góðar aðstæður, en á Novo St. Petri eru þrír úrvals golfvellir, hannaðir af Seve Ballesteros. Einnig er mjög góð æfingaaðstaða, t.a.m. eru 7 flatir þar sem hægt er að æfa stutta spilið. Hópurinn kemur til baka aðfaranótt 17. apríl. Óskum við þeim góðrar ferðar og skemmtunar.
Á myndinni má sjá GKG hópinn sem fór til Novo í fyrra.