Í vikunni hóf nýr framkvæmdastjóri GKG störf. Hann ættu flestir félagsmenn GKG að þekkja, enda er Ólafur E. Ólafsson mörgum okkar að góðu kunnur. Ólafur hefur verið í klúbbnum í áratug og sat meðal annars eitt tímabil í stjórn klúbbsins. Hann hefur nú tekið að sér framkvæmdastjórastarfið, en áður var hann framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Osta og smjörsölunnar.

Ólafur tekur við af Margeiri Vilhjálmssyni sem tók tímabundið við störfum í sumar eftir að framkvæmdastjóri GKG til nokkurra ára, Jóhann Gunnar Stefánsson , hvarf til annara starfa í vor. Vill stjórn GKG þakka Margeiri fyrir vel unnin störf í sumar.

Nú eru framundan spennandi tímar hjá GKG og má búast við að Ólafur hafi í nógu að snúast. Stjórn GKG og starfsmenn óska honum velfarnaðar í starfi.