Það er um 90% fleiri spilaðir hringir hjá okkur í ár en í fyrra. Það er mjög jákvætt en hefur þá hliðarverkun að það skapast mikið álag á starfsfólk í verslun GKG, aðallega vegna símhringinga. 80% af símhringingum er vegna rástímaskráninga sem félagsmenn geta og eiga sjálfir að sinna í gegnum golf.is.

Það er því tvennt sem þið félagsmenn getið gert til að létta okkur álagið

  • Skráið ykkur sjálf á rástíma á golf.is frekar en hringja í starfsmann sem hugsanlega er með röð af stressuðum kylfingum fyrir framan sig sem eru á leið út á teig
  • Skráið ykkur sjálf á teig með því að renna félagsskírteininu ykkar í gegnum nemann í anddyrinu í stað þess að bíða í röð og biðja starfsfólið okkar um að skrá ykkur inn. Félagsmenn eiga ekki að spila öðruvísi en vera með félagsskírteinið með sér.

Ef þið aðstoðið okkur varðandi tvö framangreind atriði, þá munum við geta veitt ykkur mun betri þjónustu þegar þið þurfið á að halda.

GKG kveðjur,

Staffið.