Alfreð Brynjar Kristinsson vann dramatískan sigur á Meistaramóti GKG. Hann og Aron snær voru efstir og jafnir eftir fjóra hringi á samtals 293 höggum. Aron Snær sýndi mikið harðfylgi eftir slæma byrjun á annarri holu og endaði á að  spilaði völlinn á tveim undir saxaði þannig á þriggja högga forystu Alfreðs Brynjars sem spilaði á einum yfir. Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit og er skemmst frá því að segja að Alfreð Brynjar vann eftir fyrstu holu í bráðabana með fugli á meðan Aron Snær spilaði á hana á parinu. (Hægt er að lesa lýsingu á bráðabananum með því að smella hér)

Ragna Björk var nokkuð örugg með sinn sigur, spilaði fjóra hringina á samtals 318 höggum og var Ingunn Gunnarsdóttir sjö höggum á eftir.

Hægt er að sjá úrslit í öðrum flokkum með því að smella hér:

IMG_1713