Alfreð Brynjar Kristinsson, afrekskylfingur úr GKG, tók þátt í háskólamótinu St. Andrews Spring Invitational fyrir háskóla sinn St. Andrews Presbyterian College um síðustu helgi. Leikið var á Woodlake Resort & G.C.Vass golfvellinum í Pinehurst í Norður Carolínu.
Aðstæður voru nokkuð erfiðar eins og sést á háu skori keppenda, vindur báða dagana og mun meiri seinni daginn ásamt rigningu. Alfreð endaði í 8.-10. sæti á mótinu og lék á 79 höggum fyrri daginn og 77 höggum seinni daginn.
Alfreð sagði “ Ég var að slá mjög vel, hitti 15 flatir fyrri daginn og 13 seinni daginn í ætluðum höggafjölda. Púttin gengu ekki vel, nýbúið var að gata flatirnar, ég var með 36 pútt fyrri daginn, þar af 4 þrípútt og 35 pútt seinni daginn. Ég vona að verðrið og aðstæður verði betri á næsta móti.“
Þórður Rafn Gissurarson kylfingur úr GR lék einnig á mótinu, Þórður lék á 81 og 84 höggum.
Sjá úrslit mótsins:
http://www.sapc.edu/athletics/golf/results/2007_2008/SpringInvite.PDF