Nú um helgina lauk 3. stigamóti unglinga á Arionbankamótaröðinni. Mótið fór fram hér á okkar heimavelli og heppnaðist afar vel enda aðstæður mjög góðar til leiks. Margir af okkar kylfingum nýttu góðar aðstæður og léku vel og lækkuðu forgjöfina, og enn aðrir gerðu meira en það og sigruðu eða lentu í verðlaunasæti!

Aron Snær Júlíusson sigraði í flokki 15-16 ára drengja, og er það annar sigurinn í röð hjá þessum bráðefnilega kylfingi. Miklar æfingar eru svo sannarlega að skila sér þar. Í sama flokki hafnaði Ragnar Már Garðarsson, tveimur höggum á eftir félaga sínum Aroni.

Í flokki stráka 14 ára og yngri hafnaði Óðinn Þór Ríkharðsson í 2. sæti og Kristófer Orri Þórðarson í 3.-4. sæti.

Hér má sjá úrslit þeirra sem höfnuðu í efstu sætunum, en heildarúrslit er að finna á golf.is

Piltaflokkur, 17-18 ára:
1. Björn Öder Ólason GO 71-72=143 +1
2. Bjarki Pétursson GB 73-73=146 +4
3.-4. Magnús Björn Sigurðsson GR 72-75=147 +5
3.-4. Benedikt Sveinsson GK 72-75=147 +5
5. Gísli Þór Þórðarson GR 75-73=148 +6

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 76-81=157 +15
2. Saga Ísafold Arnarsdóttir GK 82-84=166 +24
3. Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK 81-86=167 +25
4. Halla Björk Ragnarsdóttir GR 82-87=169 +27
5. Hildur Rún Guðjónsdóttir GK 89-90=179 +37
6. Andrea Jónsdóttir GKG 90-92=182 +40

Drengjaflokkur, 15-16 ára:
1. Aron Snær Júlíusson GKG 73-73=146 +4
2. Ragnar Már Garðarsson GKG 72-76=148 +6
3.-4. Kristinn Reyr Sigurðsson GR 74-75=149 +7
3.-4. Bogi Ísak Bogason GR 72-77=149 +7
5. Benedikt Árni Harðarson GK 71-79=150 +8

Telpnaflokkur, 15-16 ára:
1. Anna Sólveig Snorradóttir GK 79-82=161 +19
2. Guðrún Pétursdóttir GR 82-80=162 +20
3. Bryndís María Ragnarsdóttir GK 90-83=173 +31
4. Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 95-85=180 +38
5. Særós Eva Óskarsdóttir GKG 89-92=181 +39

Strákaflokkur, 14 ára og yngri:
1. Gísli Sveinbergsson GK 68-72=140 -2
2. Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 75-77=152 +10
3.-4. Birgir Björn Magnússon GK 72-81=153 +11
3.-4. Kristófer Orri Þórðarson GKG 74-79=153 +11
5.-6. Sindri Þór Jónsson GR 78-77=155 +13
5.-6. Helgi Snær Björgvinsson GK 77-78=155 +13

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 81-76=157 +15
2. Birta Dís Jónsdóttir GHD 86-91=177 +35
3. Saga Traustadóttir GR 98-85=183 +41
4. Þóra Kristín Ragnarsdóttir GK 90-94=184 +42
5. Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 96-93=189 +47

Á laugardag fór fram 3. mótið í Áskorendamótaröðinni, og var leikið í Sandgerði. Bestum árangri GKG kylfinga náðu Ragnar Áki Ragnarsson sem hafnaði í 1.-3. sæti í flokki 14 ára og yngri. Þórhildur Kristín Ásgeirsdóttir sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna. Nánari upplýsingar um úrslit er að finna hér.

Við óskum öllum til hamingju með árangurinn um helgina!