Aron Snær Júlíusson, Egill Ragnar Gunnarsson, Hulda Clara Gestsdóttir og Elísabet Ágústsdóttir, afrekskylfingar úr GKG, hafa verið valin í landslið Íslands sem keppa á Evrópumótum landsliða á næstunni.
U18 stúlknalandsliðið í golfi keppir í Evrópukeppni landsliða á Osló golfklúbbnum í Noregi dagana 5.-9. júlí.
Liðið verður þannig skipað.
Elísabet Ágústsdóttir GKG
Eva Karen Björnsdóttir GR
Hulda Clara Gestsdóttir GKG
Ólöf María Einarsdóttir GM
Saga Traustadóttir GR
Zuzanna Korpak GS
Þjálfari: Björgvin Sigurbergsson
Liðsstjóri: Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari segir að það sé virkilega gaman að senda stúlknalandslið á ný eftir nokkura ára hlé, en mikil gróska hefur verið í stúlknagolfinu og þarna séu framtíðarkylfingar kvennalandsliðsins á ferð, haldi þær áfram að æfa og spila af krafti. Fleiri stúlkur voru vel inni í myndinni í þetta lið. Það er því mjög jákvætt að það verði góð samkeppni um sæti í liðinu á næstu árum.
Úlfar og Birgir Leifur aðstoðar landsliðsþjálfari hafa einnig valið karlalandsliðið í golfi sem keppir í Evrópukeppni landsliða í 2. deild dagana 6.-9. júlí á Kikiyoka vellinum í Lúxemborg.
Liðið verður þannig skipað.
Andri Þór Björnsson GR, efsta sæti WAGR heimslistans og efsta sæti stigalista GSÍ.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, annað sæti WAGR heimslistans.
Egill Ragnar Gunnarsson GKG, efsta sæti í úrtökumóti um sæti í karlalandsliði
Haraldur Franklin Magnús GR, þriðja sæti WAGR heimslistans. Sigur og lægsta meðalskor í háskólagolfi á seinasta tímabili. Val landsliðsþjálfara
Gísli Sveinbergsson GK. Íslandsmeistari í holukeppni. Val landsliðsþjálfara
Aron Snær Júlíusson GKG. Val landsliðsþjálfara
Þjálfari/liðsstjóri: Birgir Leifur Hafþórsson
Úlfar og Birgir segja að valið um sjötta sætið í liðinu hafi verið mjög erfitt og nokkrir kylfingar hafi komið þar til greina.
„Eftir þetta ár missum við þrjá sterka kylfinga sem gerast atvinnumenn, Andra, Harald og Guðmund, og því teljum við mikilvægt að tveir nýliðar séu í liðinu að þessu sinni. Einnig er horft til stíganda og stöðugleika í leik leikmanna í aðdraganda verkefnis. Foursome leikirnir eru mikilvægir og þar hugsum við um mögulegar uppstillingar.“
Ennfremur hefur kvennalandsliðið í golfi verið valið sem keppir í Evrópukeppni landsliða hér á Íslandi hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 5.-9. júlí. Mótið, sem fram fer á Urriðavelli er það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi og hingað til lands koma allir bestu áhugakylfingar Evrópu í kvennaflokki.
EM lið Íslands verður þannig skipað en þrír kylfingar koma úr GR og þrír kylfingar úr GK.
Anna Sólveig Snorradóttir, GK – val landsliðsþjálfara
Berglind Björnsdóttir, GR – efst á stigalista
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – efst á WAGR heimslista
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – efst í úrtökumóti fyrir kvennalandslið
Signý Arnórsdóttir, GK – val landsliðsþjálfara
Sunna Víðisdóttir, GR – val landsliðsþjálfara
Þjálfari: Úlfar Jónsson
Liðsstjóri: Ragnar Ólafsson
Úlfar segir að það sé spennandi að takast á við þetta verkefni hér heima á Íslandi. „Urriðavöllur er einn af glæsilegustu völlum landsins og hentar vel fyrir EM kvennalandsliða. Teigastaðsetningar verða allt aðrar og völlurinn um 500 metrum lengri en þær hafa vanist í þeim mótum sem hafa verið leikin hér á mótaröðunum. Við höfum því undirbúið okkur vel og spilað mikið á vellinum undanfarnar vikur. Það skiptir okkur máli að tefla fram reynslumiklu liði og hafa þær allar þær allar tekið þátt í Evrópukeppnum áður,“ sagði Úlfar.
Keppnisfyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana er leikinn höggleikur þar sem fimm bestu skorin telja hjá hverri þjóð. Að því loknu tekur við holukeppni þar sem átta efstu liðin leika í A-riðli um Evrópumeistaratitilinn, Í B-riðli leika þjóððirnar sem enduðu í 9.-16. sæti og í C-riðli leika þær þjóðir sem enduðu í 17.-20. sæti í höggleiknum.
Myndir og texti byggð á frétt af golf.is
Egill Ragnar Gunnarsson slær hér á 5. teig á Korpunni á fyrri keppnisdeginum á úrtökumótinu um eitt öruggt sæti í A-landsliði karla. Mynd/seth@golf.is
Meistari- Aron Snær slær hér upphafshöggið á 5. teig.
Elísabet Ágústsdóttir, GKG.
Hulda Clara Gestsdóttir.