Aron Snær Júlíusson, afrekskylfingur úr GKG, hefur leik í dag á Evrópumóti einstaklinga, sem fer fram á Walton Heath vellinum á Englandi. Walton Heath völlurinn er kannski þekktastur fyrir það að hafa haldið Ryder keppnina 1981 þar sem “draumalið” Bandaríkjanna rústaði því evrópska.

Tveir keppendur keppa fyrir Íslands hönd, en auk Arons keppir Gísli Sveinbergsson úr GK einnig.

Þetta mót er eitt allra sterkasta áhugamannamót í heiminum, og fær sigurvegarinn boð á Opna breska mótið í júlí.

Sjá nánari upplýsingar um mótið hér.