Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, fór fram í dag á Nesvellinum. Aron Snær Júlíusson klúbbmeistari úr GKG stóð uppi sem sigurvegari en fjöldi fólks fylgdist með gangi mála í veðurblíðunni á Seltjarnarnesi.
Venju samkvæmt var 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og í mótslok afhenti fulltrúi DHL á Íslandi BUGL (barna og unglingageðdeild Landspítalans) eina milljón kr.
Mótið var með hefðbundnu sniði þar sem einn kylfingur féll úr leik á herri holu, þar til tveir stóðu eftir á teig á lokaholunni. Aron og félagi hans úr GKG Birgir Leifur, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, stóðu tveir eftir á 9. teig þar sem úrslitin réðust. Sjá myndir frá GSÍ hér.
Þess má geta að Aron Snær var nýkominn heim frá Opna austurríska áhugamannameistaramótinu þar sem hann stóð sig mjög vel og hafnaði í 15. sæti (78-73-71-75) á . Ásamt Aroni léku í mótinu Ragnar Már Garðarsson (24. sæti og 75-79-77-74) og Emil Þór Ragnarsson (40. sæti og 77-77-80-75). Sjá lokastöðuna hér.