Öðrum degi sveitakeppninnar lokið – breyting á áætlun rástíma
Annarri umferð sveitakeppninnar var að ljúka rétt í þessu og þar með lauk öðrum degi af þremur í þessari stórskemmtilegu keppni. Fjölmargir efnilegir kylfingar hafa sýnt listir sínar og greinilegt er að framtíð keppnisgolfs á Íslandi er hér á ferðum. Allir sem vilja sjá flott golf spilað eru hvattir til þess að kíkja í Garðabæinn á morgun og fylgjast með úrslitunum.
Í fyrramálið fer fram þriðja og seinasta umferð riðlakeppninnar og eru margir riðlar enn í járnum og því mikil spenna um hvaða sveitir komast áfram í úrslitin sem fara fram eftir hádegi á morgun.
Mótstjórn vekur athygli á því að búið að er að flýta rástímum seinni umferðarinnar, þ.e. úrslitunum og síðustu umferð í D-riðli, fram um hálftíma frá því sem áætlun sagði. Því er fyrsti leikur eftir hádegi klukkan 13:00 og úrslitaleikurinn hefst klukkan 15:48.
Smellið á "Lesa meira..." til að sjá stöðuna í riðlum eftir daginn í dag.