About fannar

This author has not yet filled in any details.
So far fannar has created 240 blog entries.

Öðrum degi sveitakeppninnar lokið – breyting á áætlun rástíma

Annarri umferð sveitakeppninnar var að ljúka rétt í þessu og þar með lauk öðrum degi af þremur í þessari stórskemmtilegu keppni. Fjölmargir efnilegir kylfingar hafa sýnt listir sínar og greinilegt er að framtíð keppnisgolfs á Íslandi er hér á ferðum.  Allir sem vilja sjá flott golf spilað eru hvattir til þess að kíkja í Garðabæinn á morgun og fylgjast með úrslitunum.

 

Í fyrramálið fer fram þriðja og seinasta umferð riðlakeppninnar og eru margir riðlar enn í járnum og því mikil spenna um hvaða sveitir komast áfram í úrslitin sem fara fram eftir hádegi á morgun.

 

Mótstjórn vekur athygli á því að búið að er að flýta rástímum seinni umferðarinnar, þ.e. úrslitunum og síðustu umferð í D-riðli, fram um hálftíma frá því sem áætlun sagði. Því er fyrsti leikur eftir hádegi klukkan 13:00 og úrslitaleikurinn hefst klukkan 15:48.

 

Rástíma fyrir morgundaginn, úrslit 1. og 2. umferðar riðlakeppninnar og ýmsir önnur skjöl varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.

 

Smellið á "Lesa meira..." til að sjá stöðuna í riðlum eftir daginn í dag.

By |21.07.2007|Categories: Fréttir almennt|

1. umferð riðlakeppninnar lokið

Núna rétt áðan lauk 1. umferð í riðlakeppni Sveitakeppni drengja 15 ára og yngri og er síðustu holl að fara út að spila aðra umferðina. Leikur hefur almennt gengið vel í morgun og veðrið hefur verið mjög gott, nánast dúnalogn.  Áætlað er að annari […]

By |21.07.2007|Categories: Fréttir almennt|

Höggleik lokið – rástímar fyrir helgina tilbúnir

Nú er höggleik lokið í sveitakeppni GSÍ í flokki drengja 15 ára og yngri og hefur liðum verið skipt í riðla eftir niðurstöðu hans. Efstu átta liðin úr höggleiknum fara í A og B riðil og í hvorum riðli leika sveitirnar fjórar innbyrðis um röðun í riðlinum. Síðan leika sveitirnar sem unnu riðlana úrslitaleikinn, þær sem urðu í öðru sæti í hvorum riðli leika um þriðja sæti, og þannig koll af kolli.

 

Á morgun fyrir hádegi fer fram fyrsta umferð riðlakeppninnar og eftir hádegi fer fram önnur umferð. Allir að mæta á völlinn og hvetja strákana áfram!

 

Smellið á lesa meira til að sjá riðlaskiptinguna.

 

Smellið hér til að sjá rástíma fyrir helgina, full úrslit höggleiksins og tilkynningu mótsstjórnar.

 

Smellið hér til að sjá frábærar myndir af höggleiknum í dag - smellið á mynd til að sjá hana stærri

By |20.07.2007|Categories: Fréttir almennt|

Sveitakeppnin hafin

Sveitakeppni GSÍ í flokki drengja 15 ára og yngri hófst hér á Vífilsstaðavelli í dag í frekar leiðinlegu veðri, en mjög hvasst var og oft var kylfingum hótað rigningu. Fyrsta umferðin er höggleikur þar sem fjórir úr hverri sveit spila og gilda þrjú bestu […]

By |20.07.2007|Categories: Fréttir almennt|

Þriðja mót miðvikudagsmótaraðar GKG á morgun.

Miðvikudagsmótaröð GKG heldur áfram á morgun, miðvikudaginn 18. júlí. Tvö mót eru búin og hefur þáttakan verið þokkaleg. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni og telja bestu fjögur mót sumarsins í heildarkeppnina. Svo nú er aldeilis lag að mæta og taka þátt, nýta góða veðrið og ná inn almennilegu punktaskori. Það er enn […]

By |17.07.2007|Categories: Fréttir almennt|

Sigmundur setti nýtt vallarmet – 65 högg!

Íslandsmeistarinn í höggleik og afrekskylfingur GKG, Sigmundur Einar Másson, kom gífurlega sterkur inn á fyrsta degi sínum í meistaramóti GKG. Simmi gerði sér lítið fyrir og sló vallarmetið á Leirdalsvellinum, spilaði á 6 undir pari og kom því inn á 65 höggum.

 

Sigmundur fékk […]

By |11.07.2007|Categories: Fréttir almennt|
Go to Top