Á hádegi í dag lauk skráningu í meistaramót GKG 2007. Allir keppendur hafa verið skráðir inn á golf.is og rástímar tímar fyrir fyrsta dag eru tilbúnir. Upphaflega rástímaáætlunin virðist ætla að standast ágætlega fyrir utan eina breytingu á fyrsta degi, en unglingar 13 ára og yngri færast aftast í rásröðina […]
Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK er í forystu í sveitakeppninni á Landsmóti UMFÍ – en golfhluti mótsins fer fram á Vífilsstaðavelli. Í kvennaflokki er Íþróttabandalag Reykjavíkur reyndar jafnt UMSK og Héraðssambandið Skarphéðinn fylgir fast á hæla UMSK í karlaflokki.
Vegna fjölda áskoranna hefur skráningarfrestur í meistaramót GKG verið framlengdur um tvo sólarhringa, og er allra, allra síðasti séns að skrá sig klukkan 12 á hádegi á föstudaginn 6. júlí.
Allir eru hvattir til að skrá sig í aðalmót sumarsins, athugið að greiða verður mótsgjald við skráningu. Hægt er […]
María Málfríður Guðnadóttir bættist í fríðan hóp Íslandsmeistara GKG um helgina þegar hún varð Íslandsmeistari kvenna eldri en 35 ára og eldri. Mótið fór fram á Flúðum í þetta skiptið og spilaði María gott golf dagana þrjá, spilaði á 78, 81 og 79 höggum […]
Skilið inn skorkortum í miðvikudagsmótunum. Því að þeir tíu bestu leika í haust í Shoot-out móti þar sem einn stendur uppi sem sigurvegari leiknar verða níu holur og fellur einn út á hverri holu
Þriðjudaginn 3. júlí n.k. keppa GKG-konur við GÖ-konur í Öndverðarnesi. Ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 16:30 og mæting um kl. 16:00. Mótsgjald er kr. 2.000. Mikilvægt að við reynum að fylla bílana austur svo að sem flestar geti komist með. Hafið samband ykkar á milli til að […]
Vinkvennamót GKG- og GO-kvenna gekk mjög vel og voru konur ánægðar með að hittast og spila golf. Það var frábær þátttaka og spiluðu tæplega 90 konur hvorn dag í mikilli veðurblíðu.
GO-konur báru sigur úr bítum eftir harða keppni. Þegar fyrir lágu upplýsingar um 10 punktahæstu GO-konur hvorn dag og 10 […]
Á morgun, miðvikudaginn 27. júní fer fram annað mót í miðvikudagsmótaröð GKG. Ef veðrið helst eins og það hefur verið undanfarna daga þá er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér út og spila gott golf með félögunum.
Bleiki bikarinn – Sólstöðumót kvenna var haldið hjá GKG á Vífilsstaðavelli föstudaginn 22. júní s.l. og hófst um kl. 20:15. Ræst var út á öllum teigum samtímis og voru þær konur sem lengst þurftu að fara keyrðar með rútu. Það mættu 100 konur og luku þær 18 holum um kl. 01:25 um nóttina. Í mótslok var boðið upp á súpu, brauð og salat í boði Vistor og vinningshöfum afhent verðlaun. Spilað var Texas Scramble. Glæsileg verðlaun voru fyrir 10 efstu sætin og nándarverðlaun á fjórum par 3 holum. Þá var dregið úr skorkortum.
Golfkonur voru mjög ánægðar með mótið og hlakka til að koma að ári. Mörg fyrirtæki hafa styrkt mótið vel og þökkum við þeim sérstaklega fyrir frábærar viðtökur en allur ágóði af mótinu rennur til Krabbameinsfélagsins.
Við í kvennanefndinni þökkum öllum þeim sem að mótinu komu ekki síst starfsfólki GKG og Krabbameinsfélagsins fyrir veittan stuðning og golfkonum fyrir þátttökuna. Hittumst að ári.
Úrslit mótsins eru á golf.is. Meðfylgjandi er listi yfir vinningana sem í boði voru. Smellið á „Lesa meira"
Þriðjudaginn 26 júní n.k. fellur niður kvennagolfið.
Vegna heimsóknar GKGkvenna til kvenna í GO mánudaginn 25. júní n.k. fellur niður kvennagolfið þriðjudaginn 26. júní n.k. Við spilum svo 18 holur með GÖkonum þriðjudaginn 3. júlí n.k. í Öndverðarnesi, sjá nánari upplýsingar um mótið síðar. Reiknað er með því að hefja leik […]