Leirdalurinn opnar 6.sept.
Miðvikudaginn 6.september n.k. mun GKG opna nýja golfvöllinn í Leirdal í nokkra daga. Ákveðið hefur verið að gefa fólki kost á að prófa nýja völlinn áður en veturinn skellur á. Leikinn verður framtíðar 18.holu völlurinn þ.e.a.s. fyrstu þrjár holurnar eins og þær eru í dag, síðan er leikið uppí Leirdal 9 holur, og leikið er síðan 4.,5.,15.,16.,17. og 18. braut. Í vallarvísi GKG eru nýju brautirnar í Leirdal þar sem mynd er af hverri braut auk upplýsinga um lengdir. Ekki hefur farið fram vallarmat á Leirdalsvelli né heldur hefur forgjafarröðun farið fram.
Laugardaginn 9.september mun síðan fara fram styrktarmót Birgis Leifs Hafþórssonar og Ottós Sigurðssonar.