Bætt við rástímum á Iceland Express
Bætt hefur verið við rástímum á Iceland Express mótið vegna aðsóknar. Glæsilegir vinningar eru í boði og góð veðurspá. Völlurinn eru í fínu ástandi og nýlega var lækkaður slátturinn á flötum. Hlökkum til að taka vel á móti kylfingum á laugardaginn kemur.
Hatta- og kjólamóti frestað
Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að fresta Hatta- og kjólamóti GKG kvenna sem vera átti sunnudaginn 11. júní n.k. Þann dag eru tvö stór kvennamót sem fjöldi GKG kvenna ætlar að taka þátt í. Kvennanefnd GKG hefur því ákveðið að Hatta- og kjólamót GKG kvenna verði þriðjudaginn 11. júlí […]
Eygló Myrra sigraði
Fyrsta mótið í KB Bankamótaröð unglinga sumarið 2006 fór fram á Þorlákshafnarvelli í gær og í dag. Alls tóku 27 krakkar frá GKG þátt í mótinu. Eygló Myrra stóð sig best að þessu sinni af okkar þátttakendum, spilaði báða dagana á 79 […]
Iceland Express
Iceland Express Open fer fram á laugardaginn nk. á Vífilsstaðavelli, nú þegar hafa yfir 100 manns skráð sig en ávallt hefur verið góð þátttaka í mótinu. Glæsilegir ferðavinningar eru í verðlaun og meðal annars golferð til Englands í verðlaun fyrir besta […]
Birkir á Ryder Cup
Íslendingur með í Ryder keppninni!
Birkir Már Birgisson, aðstoðarvallarstjóri hjá GKG á Vífilsstaðavelli, hefur fengið boð um að starfa í kringum Ryder-keppnina sem fram fer á K-Club á Írlandi í september. Hann er fyrsti Íslendingurinn, sem kemur að Ryder-keppninni með þessum hætti. Keppnin um Ryder-bikarinn er milli úrvalsliðs Bandaríkjanna og Evrópu og er keppt um bikarinn annað hvert ár.
Kvennatímar GKG
Við minnum konur í GKG á kvennatímann í dag frá kl.16.30 – 18.00. Glæsileg mæting hefur verið í sumar og það er alltaf gaman að sjá ný andlit. Skráning er uppá töflu í skálanum en hægt er að hringja í síma 565-7373 til þess að skrá sig.
Símamótaröðin hefst í vikunni
Æfingaferð GKG
Simmi endaði í 2.-3. sæti
Nú fyrir skömmu lauk leik á fyrsta mótinu á KB Bankamótaröðinni, Ostamótinu á Akranesi. Sigmundur Einar Másson úr GKG hafnaði í 2.-3. sæti. sem var besti árangur okkar manna. Ottó Sigurðsson hafnaði í 4.-5. sæti með góðum hring í dag en aðstæður voru heldur erfiðari í dag en í gær. […]