About Guðmundur Árni Gunnarsson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Árni Gunnarsson has created 105 blog entries.

Afrekskylfingar í Berlín

Afrekskylfingar í GKG hafa stundað æfingar að kappi í allan vetur og fóru þeir í árlega æfingaferð dagana 16. - 23. maí til Potsdam í Þýskalandi. Æft og spilað var á Markischer Golfclub við hreint frábærar aðstöðu. Einnig léku afrekskylfingar GKG við kylfinga frá hinum fornfræga golfklúbbi Vandsee Golfclub, þar sem Arnar Már Ólafsson er golfkennari. Ferðin var einstaklega vel heppnuð og aðstæður eins og best verður á kosið.
Myndasyrpa frá ferðinni kemur á netið innan skamms

Brotist inn á svæði GKG

Aðfaranótt sunnudagsins 14.maí var brotist inní geymslur á svæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og þaðan stolið ýmsu þar á meðal golfsettum frá klúbbfélögum. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar varðandi málið er beint á að hafa samband við GKG eða lögreglu.
Lýsing á settum sem stolið var:
 Pinseeker golfsett með rauðum sköftum, grænn […]

“Margar hendur vinna létt verk”

Um 100 sjálfboðaliðar mættu til vinnu á fimmtudaginn 11.maí í blíðskaparveðri. Mikil stemming var í hópnum og voru flest öll verk kláruð, sem búið var að skipuleggja. Meðal annars voru lagðir 2200 m2 af þökum við 15. flötina, sandglompur voru snyrtar, göngustígar rakaðir, rusl hreinsað og rakað var […]

Styttist í opnun

Það styttist í sumarið hjá GKG en flatirnir líta vel út eftir fyrsta slátt. Vallarstarfsmenn hafa staðið í ströngu undanfarna daga við hin ýmsu vor-verk en það er fjölmargt sem þarf að huga að áður en völlurinn er opnaður. Vallarstjóri GKG hefur ekki gefið út hvenær á að hleypa […]

Einstök stemmning á Herrakvöldi GKG 2006

Það var troðfullt á Herrakvöldi GKG föstudaginn 21.apríl. Mörg voru skemmtiatriðin og frábær stemming. Boðið var uppá glæsilegan þríréttaðan kvöldverð en í aðalrétt voru humarfylltar grísalundir. Afeksnefnd klúbbsins vill skila þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóginn tl þess að gera þetta kvöld sem glæsilegast.

Hlökkum til að sjá […]

Reglufundur GKG

Nú fer að styttast í sumarið og er afar mikilvægt fyrir leikmenn að rifja upp golfreglurnar. Fimmtudaginn 4 .maí kl. 18.00 verður haldinn fyrsti reglufundur GKG í sumar. Þórður Ingason dómari mætir og fer yfir helstu reglurnar. Nýliðar jafnt sem lengra komnir eru velkomnir.  Við hvetjum sem flesta til að […]

Go to Top