ulfar

Home/Úlfar Jónsson

About Úlfar Jónsson

This author has not yet filled in any details.
So far Úlfar Jónsson has created 628 blog entries.

Andrés Davíðs ráðinn til starfa hjá GKG

Andrés Jón Davíðsson hefur verið ráðinn til starfa hjá GKG og hefur störf um áramótin. Andrés mun gegna stöðu barna- og unglingaþjálfara, en mun auk þess sinna almenningskennslu og námskeiðum. Með þessu nær klúbburinn að auka þjónustu við félagsmenn með auknu framboði á kennslu.

Andrés er viðskipta og markaðfræðingur að mennt, […]

Jón Gunnarsson hóf keppni í dag á Tulip Challenge mótinu í Hollandi

Einn af okkar fremstu afrekskylfingum í GKG, Jón Gunnarsson, hóf keppni í dag á Tulip Challenge mótinu á Drentsche Golf & Country Club í Hollandi, en mótið er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni og telur mótið á heimslista áhugakylfinga.

Keppni hófst í dag verða leiknir þrír hringir á jafnmörgum […]

Lokun Kópavogshluta Leirdalsvallar

Nú eru haustvindar farnir að blása hraustlega og líka orðið kaldara sem fylgir haustinu. Kópavogshluti Leirdalsvallar (holur 4 – 12) lokuðu því í gær. Á þessum árstíma er orðið fátt um starfsfólk og því óhjákvæmilegt að minnka umfang vallarsvæðisins. 

Einnig lokaði úti æfingahöggsvæðið og netin verið tekin niður fyrir veturinn. Bendum […]

Sex afrekskylfingar úr GKG luku keppni um helgina í Þýskalandi

Sex ungir afrekskylfingar úr GKG luku keppni á laugardaginn í German Junior Golf Tour Tour Championship á Berliner Golfclub Stolper Heide vellinum í Þýskalandi.

Sigurður Arnar Garðarsson náði besta árangrinum en hann hafnaði í þriðja sæti. Hann leiddi mótið eftir tvo hringi en slæmur þriðji hringur kom í veg fyrir sigur […]

Sigurður Arnar leiðir eftir fyrsta hring í Þýskalandi

GKG kylfingur halda áfram að gera það gott á erlendri grundu en sex ungir afrekskylfingar úr GKG taka nú þátt í German Junior Golf Tour Tour Championship á Berliner Golfclub Stolper Heide vellinum í Þýskalandi.

Sigurður Arnar Garðarsson leiðir eftir fyrsta hringinn en hann lék á 71 höggi, einu undir pari. […]

Hulda Clara í efsta sæti eftir fyrsta hring á EM klúbbliða

Kvennasveit GKG hóf leik í gær á EM klúbbliða en mótið fer fram á Balaton vellinum í Ungverjalandi 3.-5. október.

Sterkustu golfklúbbar Evrópu taka þátt en þátttökurétt fengu þeir klúbbar sem sigruðu á landsmótum klúbbliða í sínu landi. Kvennasveit GKG sigraði einmitt á Íslandsmóti golfklúbba fyrr í sumar, í annað sinn.

Fyrir […]

Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG fór fram í gær

Í gær lauk sumar- og haustæfingum GKG og af því tilefni var haldin uppskeruhátíð þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestan árangur í sumar í Floridana og Kristals mótaröðunum, sem og veittar viðurkenningar fyrir helstu afrek sumarsins.

Um 150 börn og aðstandendur komu á hátíðina og var salurinn þétt setinn og […]

Ragnar Már og Aron Snær hálfnaðir með fyrsta stigið í Q-school

Sex íslenskir kylfingar hófu í gær leik á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem haldið er í Fleesensee í Þýskalandi.

Tveir kappar úr GKG, þeir Ragnar Már Garðarsson og Aron Snær Júlíusson eru meðal sex Íslendinga sem spreyta sig á þessum velli, en leikið er alls á 5 mótsstöðum í […]