Við viljum minna kylfinga á að nú hefur Leirdal verið lokað eftir að hafa staðið félagsmönnum og öðrum kylfingum opinn í vikutíma. Tæplega 1.100 kylfingar tóku forskot á sæluna og léku Leirdalsvöllinn.
Það er samdóma álit manna að vel hafi til tekist og glæsilegur völlur þarna að bætast við íslenska golfvallaflóru.
Að gefnu tilefni viljum við benda kylfingum á að með öllu er óheimilt að spila á Leirdalshluta vallarins fyrr en næsta vor þegar völlurinn opnar á nýjan leik.