Sumaræfingar 2020

Sumaræfingataflan gildir frá 8. júní til 14. ágúst. Þá tekur við haustæfingatafla sem gildir til 19. nóvember. Æfingagjaldið gildir fyrir allt þetta tímabil.

 

Vegna sumaræfinga:

Til þess að geta tekið þátt í sumaræfingum GKG fyrir 8-18 ára þarf að vera meðlimur í GKG og ganga frá skráningu í GKG og á æfingar á Nóra, sjá hér. Sjá verðskrá félagsaðildar hér og einnig fyrir neðan. Fyrir byrjendur og yngri en 8 ára þá bendum við á vikuleg Golfleikjanámskeið, sjá upplýsingar hér.

Æfingagjald fyrir tímabilið 8. júní til 19. nóvember 2020og félagsgjöld (allt árið) eru eftirfarandi:

10 ára og yngri: kr. 18.000 + 17.595 félagsgjald

11-18 ára: kr. 18.000 + 27.945 félagsgjald

19-25 ára: kr. 18.000 + 58.450 félagsgjald

Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 3. júní eða á meðan laus pláss eru í hópa.

Hópaskipan verður send út í seinasta lagi 4. júní.

Boðið er uppá keppnir við allra hæfi.

Innanfélagsmót fyrir 16 ára og yngri byrjendur – Flóridana mótaröðin.

Innanfélagsmót fyrir þau sem eru með minna en 36 í forgjöf og eru vön að spila 18 holur – Kristals mótaröðin.

GSÍ mótaraðir fyrir byrjendur (Áskorendamótaröðin) til bestu kylfinga landsins (Unglinga-, Stiga- og Heimslistamótaröð GSÍ).

Allar nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson, í síma 862 9204, eða senda tölvupóst á ulfar@gkg.is.