Kvennasveit GKG sem leikur í Sveitakeppni GSí sem hófst á Hvaleyrarvelli í morgun er í basli með sveit GA. Í tvímenningum sveitarinnar er María Guðnadóttir 2 niður eftir 9 holur og Eygló Myrra Óskarsdóttir 2 niður einnig eftir 9 holur. Fjórmenningurinn sem skipaður er af Guðfinnu Halldórsdóttur og Ragnheiði Sigurðardóttur var hinsvegar 1 upp að loknum 9 holum í morgun.
Nóg er eftir enn og vonandi að stelpurnar taki sig á fyrir lokaholurnar.
Á myndinni er Guðfinna Halldórsdóttir sem leikur fjórmenning með Ragnheiði Sigurðardóttur.