Það er gaman að fylgjast með ungu efnilegu kylfingunum okkar sem hafa verið dugleg að taka þatt í mótum erlendis að undanförnu.

Arnar Daði Svavarsson, Arnar Heimir Gestsson, Benjamín Snær Valgarðsson og Stefán Jökull Bragason tóku þátt í móti á Global Junior Golf mótaröðinni sem lauk 11. janúar. Þeir kepptu í flokki 14 ára og yngri en mótið fór fram á Villa Padierna Golfclub (Alferini Golf Course) ekki langt frá Marbella á Spáni.

Benjamín Snær náði frábærum árangri og hafnaði i öðru sæti eftir erfiðan fyrsta hring. En svo setti hann í gírinn og lék á 77 og 76.

Arnar Heimir og Stefán Jökull höfnuðu í 6. og 7. sæti í U14 flokknum.

Arnar Daði keppti í flokki U18 og hafnaði í 7. sæti á 77 – 75 – 75.

Parið á Alferini vellinum er 73 og þykir mjög krefjandi enda mikið af trjám og vítasvæðum.

Það er mjög dýrmætt fyrir metnaðarfulla kylfinga að afla sér reynslu með því að keppa við erlenda jafnaldra sína við frábærar aðstæður.

Heimasíða mótsins er hér:

Sjá myndir hér:

Til hamingju með flottan árangur!

417558103_1144459996916547_3558315883720044721_n
417680339_1560204141382345_5787443729085719784_n
417630567_7026969614005972_6581207380663923646_n
417690709_928443008894662_3294722319623924946_n