Kæru félagar,

Tíðarfarið hefur verið einstaklega gott í vor og vellirnir okkar eru að koma vel undan vetrinum. Þetta hefur leitt af sér að ásókn landans í golfíþróttina hefur aukist frá því sem verið hefur undanfarin tvö ár. Við höfum haft það að viðmið að taka ekki fleiri meðlimi inn í klúbbinn en sem samsvarar 1.300 einstaklingum á aldrinum 18 til 67 ára.

Núna um mánaðarmótin náum við þeirri tölu og því miður verðum við að setja nýja umsækjendur á þessu aldursbili á biðlista. Börn, unglingar og öldungar falla ekki undir þau skilyrði.

Með golfkveðjum,

Stjórn og starfsfólk GKG