Birgir Leifur Hafþórsson varð í dag Íslandsmeistari í höggleik og er það í fimmta sinn sem hann hampar bikarnum. Birgir Leifur háði harða baráttu við Harald Franklín Magnús sem var með tveggja högga forystu fyrir loka daginn. Á 15. holu setti Birgir Leifur niður um 18 metra pútt fyrir fugli, sannkallað Tiger pútt þar sem boltinn vó salt á holubarminum þar til hann gaf sig og datt í holu. Þar náði Birgir Leifur loks forystunni, var á samtals 11 undir bari á meðan Haraldur var á 10 undir. Haraldur Franklín lenti í vandamálum á 16 braut og fór hana á þrem yfir pari og þó svo að Haraldur næði fugli á 17. þá dugði það skammt og okkar maður stóð á endanum uppi sem Íslandsmeistari á samtals 10 höggum undir pari.
Ragnar Már stóð sig næst best GKG-inga varð í áttunda sæti á samtals 4 yfir pari sem er góður árangur hjá þessum efnilega kylfingi.
Gunnhildur Kristjánsdóttir stóð sig best af GKG konunum, lenti í áttunda sæti á samtals 19 yfir pari en hér að neðan má sjá töflu með árangri GKG-inga.