Önnur boltavélin á æfingasvæðinu er biluð og verður óstarfhæf næstu 2 – 3 dagana. Þetta er vélin sem les boltakort félagsmanna. Hin vélin er í lagi og mun taka "tokens" í þessa daga, en alla jafna tekur hún einungis peninga. Búið er að panta nýtt móðurborð í hana frá Range Servant sem Golfbúðin í Hafnarfirði hefur umboð fyrir.

Þeir félagsmenn sem framvísa boltakorti geta á meðan þetta ástand varir komið við í versluninni og fengið "token" á 200 krónur.