Birgir Leifur fékk skolla á 11 holunni og hefur því tapað einu höggi í upphafi á öðrum hring á Telnet Trophy mótinu. Hann hefur lokið við 6 holur. Ætla má að niðurskurðurinn verði í kring um parið eins og staðan er. Birgir Leifur þarf því að ná að landa 2 – 3 fuglum til þess að tryggja sig í gegn um niðurskurðinn.