Birgir Leifur leikur með A sveit GKG

Home/Fréttir/Fréttir almennt/Birgir Leifur leikur með A sveit GKG

Birgir Leifur leikur með A sveit GKG

Áætlað var að Birgir Leifur Hafþórsson myndi leika á Áskorendamótaröð atvinnumanna í þessari viku, en í gær kom í ljós að svo yrði ekki. Birgir Leifur mun því leika með sveit GKG um næstu helgi í Íslandsmóti golfklúbba og er óhætt að segja að sveitin styrkist til muna með tilkomu Birgis Leifs í sveitina.

Fyrsta deild karla keppir hjá  keppa hjá GGolfklúbbi Kiðjabergs 11.-13. ágúst og skipa þá eftirfarandi kylfingar sveit GKG:

Karlasveit GKG skipa:

Aron Snær Júlíusson
Birgir Leifur Hafþórsson
Egill Ragnar Gunnarsson
Haukur Már Ólafsson
Jón Gunnarsson
Ólafur Björn Loftsson
Ragnar Már Garðarsson
Sigurður Arnar Garðarsson
Liðsstjóri/þjálfari: Derrick Moore

Áfram GKG!

By |09.08.2017|