Birgir Leifur valinn Íþróttakarl ársins í Kópavogi

Home/Fréttir/Birgir Leifur valinn Íþróttakarl ársins í Kópavogi

Birgir Leifur valinn Íþróttakarl ársins í Kópavogi

Nú í kvöld hlaut Birgir Leifur Hafþórsson útnefninguna Íþróttakarl Kópavogs 2017. Birgir Leifur er vel að titlinum kominn eftir eitt sitt allra besta tímabil þar sem hann sigraði á Cordon golf open mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu og tryggði sér þátttökurétt á evrópsku mótaröðina á þessu ári. 

Knattspyrnukonan Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki var útnefnd Íþróttakona Kópavogs  

Einnig hlutu Sigurður Arnar Garðarsson og Hulda Clara Gestsdóttir viðurkenningu í flokki 13-16 ára.
Rúsínan í pylsuendanum var síðan þegar karlasveitin okkar hlaut viðurkenninguna Lið ársins en sveitin sigraði á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild.

Við getum svo sannarlega verið stolt af íþróttafólkinu okkar.

Áfram GKG!

Frá vinstri: Haukur Már, Jón, Ragnar Már, Ólafur Björn, Sigurður Arnar, Birgir Leifur. Á myndina vantar Aron Snæ og Egil Ragnar.

By |11.01.2018|