Nú eru smiðir að leggja síðustu hönd á félagsaðstöðuna eins og hún verður næsta sumar. Í aðstöðunni sem sést á myndinni verðum við með borð fyrir 45 einstaklinga. þegar gengið verður út um hurðina sem er vinstra megin í fjarhorniu, þá fer maður beint út í 100 fm tjald sem tekur 90 manns í sæti. Þaðan verður jafnframt hægt að setjast út á verönd. Siggi vert verður svo með sína aðstöðu þar sem sjálf myndin er tekin.
Sem sagt allt að gera sig og gárungarnir fullyrða að GKG hafi aldrei verið með jafn góða félagsaðstöðu og núna eftir að bráðabirgðaaðstaðan er komin upp 😉