Karla og kvennasveitir GKG stóðu í ströngu um helgina og kepptu í Íslandsmóti golfklúbba 50+.

Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba +50 ára. Keppt var á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar endaði í þriðja sæti.

Alls tóku 8 golfklúbbar þátt og féll Golfklúbbur Borgarness í 2. deild.

 

Karlasveit GKG. Andrés, Gunnar, Kjartan, Úlfar, Rúnar, Þorsteinn, Gunnar Páll, Helgi, Hlöðver

Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði á Íslandsmóti golfklúbba 50 ára og eldri í 1. deild kvenna. Keppnin fór fram á Öndverðarnesvelli.

Golfklúbburinn Keilir varð í öðru sæti og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í því þriðja. Golfklúbburinn Oddur féll í 2. deild.

Alls tóku átta klúbbar þátt og var mótið í umsjón Golfklúbbs Öndverðarness.

Kvennasveit GKG. Frá vinstri: Jóhanna Ríkey, Hanna Bára, Baldvina, Ragnheiður, Linda, Ásgerður, María, Jónína, Elísabet, Valgerður.

Til hamingju með flottan árangur sveitir GKG!