Fréttir

Home/Fréttir

Flott byrjun hjá Birgi Leifi í lokaúrtökumótinu

Atvinnukylfingurinn okkar í GKG, Birgir Leifur Hafþórsson, lék í dag fyrsta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á 5 höggum undir pari. Leikið er á Hills og Lakes völlunum á Lumine svæðinu á Spáni og byrjaði Birgir á Hills vellinum.

Birgir fór af stað með miklum látum en hann fékk fjóra […]

GKG hefur samstarf við Sportabler

GKG hefur gert samning við Sportabler. Sportabler er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, og starfsmönnum íþróttafélaga. Fjölmörg íþróttafélög hafa innleitt Sportabler í sitt starf og er GKG fyrsti golfklúbburinn sem fer þessa leið. 

Markmið […]

Opnunartímar golfherma og veitingasölu – vetrardagskráin

Kæru félagar,

Nú er vetrarstarfið okkar hafið með nýjum opnunartímum og mun öflugri þjónustu.

Opnunartími golfherma er:

  • Virkir dagar frá 09:00 til 23:00
  • Helgar frá 09:00 til 18:00

Opnunartímar grillsins í Mulligan er:

  • Mánudagar frá 18:00 til 21:00
  • Aðrir virkir dagar 10:00 til 21:00
  • Helgar frá 10:00 til 18:00

Hægt er að bóka tíma […]

Skráning í fullum gangi á vetrarnámskeið sem hefjast í nóvember

Skráning hefur gengið vel á vetrarnámskeiðin og sjáum við meiri eftirspurn eftir hálfsmánaðar námskeiðum. Við ætlum því að bjóða upp á fleiri slík. Auk þess fjögurra skipta námskeið hjá Hlöðveri. Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Þetta er frábær leið til að hafa fastan æfingatíma í vetur, fá góðar leiðbeiningar og […]

Birgir Leifur upplifir drauminn á Valderama

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, hóf leik í dag á Valderama Masters mótinu sem er leikið á hinum fræga Valderama velli í Sotogrande á Spáni. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og verndari mótsins er Sergio Garcia.

Þetta er stór stund fyrir Birgi Leif því eitt af hans markmiðum var að leika á […]

Ingvar Andri í 9. sæti og Hulda Clara í 29. sæti á ÓL ungmenna

 
Hulda Clara Gestsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu.

Einstaklingskeppninni lauk í dag þar sem leiknir voru þrír keppnishringir á þremur dögum.

Ingvar Andri endaði í 9. […]

Dúndurtilboð í október í Trackman hermana – einnig spennandi námskeið!

Það verður sannkallað októberfest þennan mánuð því við bjóðum kylfingum að nýta sér þennan mánuð til að kynna sér golfhermana okkar og læra hvað þeir hafa upp á að bjóða.

Tveir fyrir einn tilboð á tímum í Trackman hermana okkar:

– Sem dæmi þá kaupir þú 30 mínútur og færð 60 mínútur.
Nota […]

Öldungar GKG styrkja barna- og unglingastarf GKG

Hjörvar O Jensson formaður öldungarnefndar GKG kom færandi hendi hingað á skrifstofu GKG og gaf klúbbnum kr. 210.000,- sem er afrakstur öldunastarfsins í sumar. Við hjá GKG þökkum öldungum GKG fyrir rausnarskapinn og fer peningurinn beint í barna- og unglingastarf klúbbsins.

Mikil gróska hefur verið í öldungarstarfinu undanfarin ár, halda þeir […]

GKG krakkar fögnuðu á uppskeruhátíð í gær!

Í gær lauk sumar og haustæfingum GKG og af því tilefni var haldin uppskeruhátíð þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestan árangur í sumar í Mix og Kristals mótaröðunum, sem og veittar viðurkenningar fyrir helstu afrek sumarsins.

Hátíðin var vel sótt, yfir 100 iðkendur aðstandendur enda var salurinn þétt setinn og […]