Fréttir

Home/Fréttir

Aðalfundur GKG – framboð til stjórnar

Aðalfundur GKG verður haldinn fimmtudaginn 28. nóvember.

Við vekjum athygli á því að á aðalfundinum er kosning stjórnar með eftirfarandi hætti:

Stjórn klúbbsins er skipuð 9 mönnum. Formaður skal kjörinn sérstakri kosningu til eins árs í senn. Þá skulu kosnir 4 meðstjórnendur til tveggja ára á hverjum aðalfundi.

Þeir aðilar sem hafa áhuga […]

Andrés Davíðs ráðinn til starfa hjá GKG

Andrés Jón Davíðsson hefur verið ráðinn til starfa hjá GKG og hefur störf um áramótin. Andrés mun gegna stöðu barna- og unglingaþjálfara, en mun auk þess sinna almenningskennslu og námskeiðum. Með þessu nær klúbburinn að auka þjónustu við félagsmenn með auknu framboði á kennslu.

Andrés er viðskipta og markaðfræðingur að mennt, […]

Jón Gunnarsson hóf keppni í dag á Tulip Challenge mótinu í Hollandi

Einn af okkar fremstu afrekskylfingum í GKG, Jón Gunnarsson, hóf keppni í dag á Tulip Challenge mótinu á Drentsche Golf & Country Club í Hollandi, en mótið er hluti af Global Junior Golf mótaröðinni og telur mótið á heimslista áhugakylfinga.

Keppni hófst í dag verða leiknir þrír hringir á jafnmörgum […]

Lokun Kópavogshluta Leirdalsvallar

Nú eru haustvindar farnir að blása hraustlega og líka orðið kaldara sem fylgir haustinu. Kópavogshluti Leirdalsvallar (holur 4 – 12) lokuðu því í gær. Á þessum árstíma er orðið fátt um starfsfólk og því óhjákvæmilegt að minnka umfang vallarsvæðisins. 

Einnig lokaði úti æfingahöggsvæðið og netin verið tekin niður fyrir veturinn. Bendum […]

Sex afrekskylfingar úr GKG luku keppni um helgina í Þýskalandi

Sex ungir afrekskylfingar úr GKG luku keppni á laugardaginn í German Junior Golf Tour Tour Championship á Berliner Golfclub Stolper Heide vellinum í Þýskalandi.

Sigurður Arnar Garðarsson náði besta árangrinum en hann hafnaði í þriðja sæti. Hann leiddi mótið eftir tvo hringi en slæmur þriðji hringur kom í veg fyrir sigur […]

Sigurður Arnar leiðir eftir fyrsta hring í Þýskalandi

GKG kylfingur halda áfram að gera það gott á erlendri grundu en sex ungir afrekskylfingar úr GKG taka nú þátt í German Junior Golf Tour Tour Championship á Berliner Golfclub Stolper Heide vellinum í Þýskalandi.

Sigurður Arnar Garðarsson leiðir eftir fyrsta hringinn en hann lék á 71 höggi, einu undir pari. […]

Úrslit holukeppninni GKG 2019

Nú eru úrslit ráðin í Holukeppni GKG 2019. 48 karlar og 32 konur hófu keppni í nokkrum riðlum. Keppt var í karla- og kvennaflokki. 

Sigurvegari í kvennaflokki var Irena Ásdís Óskarsdóttir og sigurvegari í karlaflokki var Vignir Þ. Hlöðversson.

Við viljum óska sigurvegurunum til hamingju með glæsilegan árangur í sumar og þakka […]

Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG fór fram í gær

Í gær lauk sumar- og haustæfingum GKG og af því tilefni var haldin uppskeruhátíð þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestan árangur í sumar í Floridana og Kristals mótaröðunum, sem og veittar viðurkenningar fyrir helstu afrek sumarsins.

Um 150 börn og aðstandendur komu á hátíðina og var salurinn þétt setinn og […]