Fréttir almennt

Home/Fréttir/Fréttir almennt

Hilmar Snær kominn heim eftir glæsilegan árangur á Ólympíuleikunum

Hilmar Snær Örvarsson, þátttakandi fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum fatlaðra kom heim á mánudag eftir vel heppnaða för til Pyeongchang í Suður-Kóreu. 

„Þetta er mik­il upp­lif­un og var mikið stærri viðburður en ég hafði reiknað með,“ sagði Hilm­ar Snær í viðtali við mbl.is á dögunum.

Taktu þátt í Golfhermamótaröð GKG!

Mótanefnd GKG stendur fyrir innanfélagsmótaröð í vetur þar sem 3 bestu umferðir af 5 í punktakeppni telja. Þetta er tilvalin leið til að taka þátt í skemmtilegri keppni í golfhermunum okkar.

Skráning er hjá Sindra í golfverslun með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan eða senda póst á sindri@gkg.is. […]

Námskeið framundan hjá GKG í mars og apríl

Við þökkum frábærar mótttökur á golfnámskeiðum okkar sem hafa verið í boði í vetur. Það er ljóst að GKG félagsmenn hafa mikinn metnað og ætla að koma vel undirbúin til leiks í vor!

Þessi námskeið eru framundan og hægt er að skrá sig nú þegar eða fá frekari upplýsingar hjá ulfar@gkg.is/8629204.

Trackman […]

Markvissar og skemmtilegar æfingar með Trackman – myndbönd

Við höfum útbúið nokkur stutt kennslumyndbönd með leiðbeiningum hvernig við getum nýtt okkur Trackman greiningartækin.

Æfingar innandyra með Trackman eru frábær leið til að æfa sveifluna markvisst og fá endurgjöf eftir hvert högg. Eftir æfinguna getum við jafnvel skoðað upplýsingar um öll högg sem voru slegin. Þetta er algjör bylting!

Við höfum […]

Opnunartímar í Kórnum og Íþróttamiðstöð GKG

Viljum vekja athygli á opnunartímum okkar í æfingaaðstöðu GKG, þ.e. í Kórnum og Íþróttamiðstöðinni. Sjá myndrænt neðar í póstinum.

Íþróttamiðstöðin
Húsið opnar 9:00 og lokar kl. 22:00
Æfingar barna/unglinga/afrekshópa eru frá kl 15-19 mán-fim en kl. 14-17 á föstudögum. Ekki er hægt að nota herma nr. 5-9 eða púttflötina meðan þessar æfingar eru […]

Flottur fyrirlestur hjá Tómasi um hugarþjálfun kylfinga

GKG meðlimir kunnu vel að meta fyrirlestur Tómasar Aðalsteinssonar íþróttasálfræðings sem fór fram í gær í Íþróttamiðstöð GKG. Um 90 kylfingar hlustuðu og tóku þátt í fræðandi erindi um hugarþjálfun kylfinga og hafa því gott veganesti til að vinna með áður en golfvertíðin hefst. Á undan almennu félagsmönnunum höfðu um […]

Derrick Moore valinn kennari ársins þriðja árið í röð!

Aðalfundur PGA á Íslandi, sem eru samtök atvinnukylfinga, fór fram s.l. laugardag hér í GKG.

Afreksþjálfari GKG, Derrick Moore, var útnefndur PGA kennari ársins fyrir árið 2017. PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félagsmanna, þar sem Derrick var einn af fjórum tilnefndum kennurum. Þetta er í fjórða sinn sem Derrick hlýtur þennan […]

Yfirlýsing vegna #metoo umræðunnar

Kæru félagar,

ÍSÍ setti frá sér neðangreinda tilkynningu í framhaldi af #metoo herferðinni.

Við hjá GKG fögnum þessari umræðu og þökkum öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem hafa komið fram með frásagnir sínar. Viljum við jafnframt benda félagsmönnum á viðbrögð gegn kynferðislegu ofbeldi og einelti sem finna má í viðauka við Gæðahandbók GKG.

Gjafabréf fyrir golfarann fást hjá GKG

GKG býður upp á ýmis gjafabréf fyrir golfara sem eru tilvalin jólagjöf í ár. Nákvæmari lýsingu er að finna með því að smella hér.

Pakki 1: Sérsniðin einkakennsla með Trackman greiningartæki
Innifalin 4×30 mín einkakennsla, verðmæti kr. 26.000 og 10 x 30 mín klippikort í Trackman á kr.15.000 (fullt […]

Tveir nýjir golfkennarar hjá GKG

Tveir nýjir kennarar hefja störf um áramótin hjá GKG, þeir Gunnlaugur Elsuson PGA golfkennari og Ari Magnússon PGA golfkennaranemi. Sigurpáll sem flytur sig um set verður þó áfram með sína hópa út janúar.

Gunnlaugur Elsuson (Gulli) útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskólanum árið 2005 og […]