Fréttir almennt

Home/Fréttir/Fréttir almennt

Rafræn greiðsla félagsgjalda

GKG hefur tekið í notkun kerfið Nóra fyrir skráningu félagsmanna og innheimtu félagsgjalda. Kerfið hefur verið notað af íþróttafélögum um allt land með góðum árangri. Félagsmenn geta skráð sig inn með rafrænum skilríkum á slóðinni gkg.felog.is og gengið frá greiðslu félagsgjalda fyrir árið 2020. Bæði er hægt að greiða með greiðslukorti […]

Hvað segir GKG-ingurinn? María Guðnadóttir

María Málfríður Guðnadóttir, 61 eins árs Kópavogsbúi með 6,8 í forgjöf og mamma meistara Hauks Má golfkennara, er stórkylfingur sjálf sem safnar holum í höggi eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Hvað dró þig að golfinu og hvenær? Ég þurfti að finna mér nýja íþrótt þegar ég hætti í keppnisíþróttum. Keppti bæði […]

Aðalfundur GKG – Leirdalsvöllur verður í Trackman golfhermunum.

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 28 október. Rekstur klúbbsins skilaði 36 milljónum í EBITDA hagnað sem er sjö milljónum meiri hagnaður en árið 2018. Ýmsir tekjupóstar sem tengdust sumrinu á borð við vallargjöld, útleigu golfbíla og golfmót fóru vel yfir áætlanir auk þess sem áframhaldandi vöxtur […]

Leirdalsvöllurinn verður í Trackman golfherminum

GKG býður upp á stærstu innanhús golfhermaaðstöðu í heiminum, og því var tilvalið að næsta skref í þessari vegferð yrði að bæta Leirdalsvelli við þá flóru golfvalla sem eru í boði í golfhermaforriti Trackman Virtual Golf2.  

Áætlað er að Leirdalsvöllurinn verði tilbúinn til leiks í kringum áramótin, og þá geta kylfingar víðs […]

Tilvalin jólagjöf fyrir kylfinga – merktar Titleist kúlur

Nú erum við í golfverslun GKG komin í jólaskap og bjóðum Titleist bolta með ókeypis merkingu!

Opið er fyrir pantanir út föstudaginn 6. desember og allar pantanir verða afgreiddar fyrir 21. desember.
 
Helstu upplýsingar:
Frí nafnamerking og frítt flatarmerki
12 bolta lágmark
Hvaða týpa sem er af titleist
Afhent fyrir jól
1-3 línur af texta
Hámark 17 stafir […]

Andrés Davíðs ráðinn til starfa hjá GKG

Andrés Jón Davíðsson hefur verið ráðinn til starfa hjá GKG og hefur störf um áramótin. Andrés mun gegna stöðu barna- og unglingaþjálfara, en mun auk þess sinna almenningskennslu og námskeiðum. Með þessu nær klúbburinn að auka þjónustu við félagsmenn með auknu framboði á kennslu.

Andrés er viðskipta og markaðfræðingur að mennt, […]

Úrslit holukeppninni GKG 2019

Nú eru úrslit ráðin í Holukeppni GKG 2019. 48 karlar og 32 konur hófu keppni í nokkrum riðlum. Keppt var í karla- og kvennaflokki. 

Sigurvegari í kvennaflokki var Irena Ásdís Óskarsdóttir og sigurvegari í karlaflokki var Vignir Þ. Hlöðversson.

Við viljum óska sigurvegurunum til hamingju með glæsilegan árangur í sumar og þakka […]

Ragnar Már og Aron Snær hálfnaðir með fyrsta stigið í Q-school

Sex íslenskir kylfingar hófu í gær leik á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla sem haldið er í Fleesensee í Þýskalandi.

Tveir kappar úr GKG, þeir Ragnar Már Garðarsson og Aron Snær Júlíusson eru meðal sex Íslendinga sem spreyta sig á þessum velli, en leikið er alls á 5 mótsstöðum í […]