Fréttir

Home/Fréttir

Skráning hafin á sumaræfingar og golfleikjanámskeið GKG!

Nú höfum við opnað fyrir skráningar á sumaræfingar barna og unglinga, en æfingar hefjast 8. júní.  

Skráning
Hin ágæta æfingatafla í allri sinni litadýrð er tilbúin! Æfingatöfluna, gjöld ofl., er að finna hér.
Skráning í GKG og á æfingar er í […]

Komdu og æfðu á útiæfingasvæði GKG með Trackman hermum!

Kæri kylfingur.

Trackman útiæfingasvæðið er nú opið og bíður eftir að taka á móti þér.

Hér koma leiðbeiningar, við hvetjum þig til að skoða þetta og fara svo að æfa og njóta.

  • Hvernig á að byrja, þarf að kveikja á einhverju? Nei, hermirinn og ipad eru tilbúin, byrjaðu að slá. 
    • Þú getur tengt […]

Hvað segir GKG-ingurinn Hulda Clara inn í golfsumarið?

Afrekskylfingar GKG virðast eiga það þrennt sameiginlegt að setja sér skýr markmið, æfa vel og vera miklir meistarar nestisins. Þannig að leynivopnið sem við hin tökum upp eftir þeim inn í golfsumarið framundan er MÆN, þ.e. skýr markmið, markvissar æfingar og gomma af góðu nesti! Að því sögðu kynnum við […]

Hvað segir GKG-ingurinn Guðmundur Árni vallarstjóri?

Hvað segir Gummi vallarstjóri inn í golfsumarið?

Guðmundur Árni Gunnarsson vallarstjóri GKG býr í Kópavogi en það vita það ekki allir að snillingurinn sá kemur frá Akureyri og verður alltaf Akureyringur inn við beinið þótt hann hafi nostrað meistaralega við GKG vellina með sínu flotta starfsfólki í nærri 20 ár. Gummi […]

Leiðbeiningar varðandi skráningu á Golfbox

GSÍ hefur innleitt nýtt tölvukerfi sem heldur utan um rástímaskráningu, mótaskráningu, forgjöf kylfinga ofl. Kerfið kallast GolfBox og hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir þau sem eiga eftir að skrá sig þar inn.

Hvernig stofna ég aðgang inn á GolfBox?

  1. Ferð inn á www.golf.is.
  2. Smellir á Nýskráning efst í hægra […]

Kótilettuhádegi föstudaginn 24. apríl 2020

Jörðin er kringlótt og ENGINN kokkar betri kótilettur en Viggi vert … nú ætlar hann að græja fyrir okkur herlegheitin á föstudaginn … um leið og við uppfyllum allar varúðarráðstafanir varðandi samgöngubann.

Viggi ætlar að bjóða okkur upp á herlegheitin í hádeginu föstudaginn 24 apríl.

Þetta er sjaldgæft tækfæri sem allir GKG-ingar […]

By |22.04.2020|Categories: Fréttir|

Hvað segir GKG-ingurinn Fjóla Rós Magnúsdóttir?

Eigum við eitthvað að ræða kvennastarfið sem fer fram í klúbbnum okkar og meistarana sem halda því gangandi árið um kring með golfviðburðum út í eitt og allskonar skemmtilegheitum? Við erum að tala um magnað starf sem galdrað er fram af snillingum og fyllt fjöri af frábærum kvenkylfingum GKG. Sum […]

Hvað segir GKG-ingurinn Birgir Leifur Hafþórsson inn í golfsumarið?

Birgi Leif þekkja flestir Íslendingar sem eitthvað fylgjast með íþróttum en hann hefur verið lengi að og sá íslenski kylfingur sem náð hefur lengst í atvinnumennsku erlendis. Afrekalistinn er langur en þar á meðal er hann sá eini til þessa sem hefur haldið þátttökurétti á evrópsku mótaröðinni og sigrað í […]