Fréttir

Home/Fréttir

Hvað segir GKG-ingurinn? Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir

Samkvæmt tölfræðilegum rannsóknum staffsins hér í GKG var 27% meðlima klúbbsins annarstaðar frá en úr Kópavogi eða Garðabæ á síðasta golftímabili. Það er aldeilis kominn tími á að kynna einn slíkan kylfing til leiks en það er hún Jóhanna Ríkey Sigurðardóttur úr 100 og einum kaffi latte Reykjavík. Þessi 59 […]

Hvað segir GKG-ingurinn? – Elísabet Böðvarsdóttir

Ef þið hafið ekki tekið golfhring með GKG-ingi vikunnar, í keppni eða bara á góðum degi, þá hafið þið klárlega séð til þessa flotta kylfings, ef ekki að spila þá að æfa golf. Úti eða inni í stutta og langa spilinu, nú eða að þið hafið teygt með henni í […]

Arnar Már valinn PGA kennari ársins

Aðalfundur PGA á Íslandi, sem eru samtök atvinnukylfinga, fór fram í gær hér í GKG.

Afreksþjálfari GKG, Arnar Már Ólafsson, var útnefndur PGA kennari ársins fyrir árið 2019. PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félagsmanna, þar sem Arnar var einn af þremur tilnefndum kennurum. Þetta er í annað sinn sem […]

Næsta félagsvist GKG verður í íþróttaskálanum fimmtudaginn 6. febrúar kl. 19:30.

Takið næsta fimmtudagskvöld frá fyrir GKG félagsvistina!

Það voru 32 einbeittir og kátir GKG-ingar sem blésu á öll veður um miðjan janúar, mættu til leiks í fyrstu félagsvist vetrarins og höfðu það gaman saman undir spilum, kaffimauli og spjalli. Eins og áður var það GKG-ingurinn knái hann Einars Gunnar Guðmundsson sem […]

By |03.02.2020|Categories: Fréttir|

Leirdalsvöllur kominn í Trackman golfhermana

Leirdalsvöllur GKG hefur verið kynntur til leiks í golfvallarflóru Trackman Virtual Golf golfhermanna. Nú geta kylfingar út um allan heim kynnst því að leika golf á Íslandi á vellinum okkar!

Grafíkin kemur einstaklega vel út og er tölvuteiknuð eftir drónamyndatöku s.l. haust. Nú er ekki eftir neinu að bíða, koma og […]

Hvað segir GKG-ingurinn? Björn Steinar Stefánsson

Daginn er heldur betur tekið að lengja, sem þýðir að það styttist í golfsumarið og öll flottu GKG mótin. Það fyllir ekki hver sem er í skarð Jóns K. Baldurssonar fráfarandi mótastjóra GKG en ef einhver getur það þá er það klárlega hinn glaðlegi og orkumikli Siglfirðingur Björn Steinar Stefánsson. […]

Hvað segir GKG-ingurinn? – Gullveig Teresa Sæmundsdóttir

Gullveig Teresa Sæmundsdóttir er Garðbæingur á allra besta aldri og einn af tryggu félögum GKG nánast frá stofnun klúbbsins. Hún er með 23,6 í forgjöf, er af mörgum góðu kunn, þekkir sögu vallanna okkar afar vel og átti meira að segja sinn þátt í breytingu á 13. holu á Leirdalnum […]