Fréttir

Home/Fréttir

Golf- og jóganámskeið hefjast í janúar – skráning hafin

Eftifarandi námskeið hefjast í janúar og er skráning hafin. Upplagt að byrja árið af krafti!

Hópnámskeið 4 skipti
Aðeins fimm manns að hámarki eru í hverjum hópi og því persónuleg nálgun á námskeiðunum. Þar af leiðendi henta þau breiðum hópi kylfinga, allt frá lág- til háforgjafarkylfinga. Á námskeiðunum er lögð áhersla á […]

Einar Þorsteinsson holumeistari GKG

Holumeistari GKG 2017 er Einar Þorsteinsson en hann sigraði Magnús Arnar Kjartansson 6/5 í úrslitaviðureigninni. Verðlaunin eru veitt á aðalfundi klúbbsins og var það fráfarandi formaður, Finnur Sveinbjörnsson sem krýndi nýjan holumeistara!

Árleg holukeppni GKG er innanfélagsmót, þar sem hinn almenni kylfingur á góða möguleika að verða klúbbmeistari og hljóta titilinn „Holumeistari […]

Rekstur GKG samkvæmt áætlunum – Guðmundur Oddsson kosinn formaður

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG þriðjudaginn 28 nóvember. Rekstur klúbbsins er samkvæmt áætlunum, en EBITDA hagnaður var um 30 milljónir. Að teknu tilliti til afskrifta sem eru tæpar 21 milljón og fjármagnsliða sem eru tæpar 10 milljónir, þá er rekstrartap upp á 500 þúsund. Er það í samræmi […]

Aðalfundur GKG 2017

Aðalfundur GKG 2017 verður haldinn í Íþróttamiðstöð GKG þriðjudaginn 28. nóvember kl. 20:00.

Dagskrá fundarins verður þannig, skv. 10. gr. laga GKG:

1. Fundarstjóri og fundarritari kosnir.
2. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis.
4. Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt.
5. Lagabreytingar og […]

Vetraræfingar barna/unglinga/afreksstarfs hefjast á mánudag.

Vetraræfingar GKG hefjast 6. nóvember í Kórnum og Íþróttamiðstöðinni samkvæmt æfingatöflum.

Sjá æfingatöflu og hópaskipan fyrir Kórinn hér (ath. tvær bls.).

Sjá æfingatöflu og hópaskipan fyrir Íþróttamiðstöðina hér (ath. tvær bls.).

Ef einhverjir hafa gleymt að skrá sig þá er að sjálfsögðu hægt að gera það enn með því að smella […]

GKG endaði í 7. sæti á EM klúbbliða!

Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson og Ragnar Már Garðarsson náðu frábærum árangri fyrir GKG sem keppti á Evrópumeistaramóti golfklúbba 2017. GKG endaði í 7. sæti af alls 25 klúbbum sem tóku þátt.

Frá vinstri: Sigurður, Ragnar, Aron.

Aron Snær gerði sér lítið fyrir […]

Sveit GKG hefur leik í dag á EM klúbbliða í Frakklandi

Evrópumót klúbbliða hefst í dag á Golf du Médoc Resort í Bordeaux í Frakklandi.

Sveit GKG vann sér inn þátttökurétt á mótinu með sigri á Íslandsmóti golfklúbba 1. deild í ágúst s.l. Fyrir hönd GKG leika þeir Aron Snær Júlíusson, Ragnar Már Garðarsson og Sigurður Arnar Garðarsson. Liðsstjóri og þjálfari er Haukur […]