Cintamani Open fór fram um helgina á Leirdalsvelli. Mótið var punktamót og keppt var í flokki kvenna og karla. Verðlaunin voru hin glæsilegustu en fyrir efstu sæti voru:
- Vöruúttekt í Cintamani að verðmæti kr. 100.000,-
- Þriggja laga skel vrá Cintamani að verðmæti kr. 52.990,-
- Birgir golfbuxur að verðmæti 24.490,-
Úrslit urðu eftirfarandi í kvennaflokki:
- Ásgerður Þórey Gísladóttir; 33 punktar, þar af 18 punktar á seinni níu
- Hallbera Eiríksdóttir; 33 punktar, þar af 14 punktar á seinni níu
- Bryndís Hinriksdóttir; 31 punktur
Úrslit í karlaflokki urðu eftirfarandi:
- Sverrir Davíð Hauksson; 38 punktar
- Elvar Logi Rafnsson; 37 punktar
- Steinar Snær Sævarsson; 36 punktar
Næst holu á 2. braut var Hjalti S.M. GO en hann var 2,32 M frá holu og hlaut í verðlaun Svavar/Silja technostretch flíspeysu.